Vorið - 01.03.1944, Page 35
V O R I Ð
31
Dægradvöl.
1. Niðri í skúffu eru geymd 10 pör af
svörtum og 10 pör af hvítum sokk-
um. Ef þú leitar í skúffunni í myrkri,
hvað þarftu þá að taka marga sokka
upp til að vera viss um að fá eitt par
af samstæðum sokkum?
2. Ef þú tekur tvö epli af þrem, hvað
hefurðu þá mörg?
3. Eggjafjöldi í körfu tvöfaldast á hverri
mínútu. Eftir klukkutíma er karfan
orðin full. Eftir hve langan tíma var
hún hálf?
4. Tíu feta langur kaðalstigi hangir nið-
ur með skipshlið. A milli þrepanna
er eitt fet og neðsta þrepið nemur
við hafsflötinn. Það er aðfall og sjór-
inn hækkar um hálft fet á hverjum
klukkutíma. Eftir hve langan tíma
nær sjórinn upp að þriðja þrepinu?
5. Tveir feður og tveir synir skutu hver
um sig eina önd, og þó skutu þeir
aðeins þrjár endur samtals. Hvernig
gat það skeð?
6. Norskur Norðmaður í Norð'ir-Noregi.
Hvað eru mörg r í því?
Gatur.
1.
Á sumardegi sézt ég oft
seggja vafinn mundum,
ég er hafinn hátt á loft,
en hleyp í jörðu stundum.
2.
Bræður tveir í baugakleif
bjuggu lengi saman,
hvor af öðrum hárið reif,
þeir höfðu ei annað gaman.
3.
Sá ég sitja systur tvær á sandi,
nógar eiga nöfnur þær á landi.
Kúra þær fram við kaldan sjá
með bökin blá,
hvorug þungt þenkjandi.
4.
Tveir menn gengu á f jall
og báru það á fótunum,
sem báðir hétu.
5.
Bóndinn er af austurfjöllum,
konan er með björgum fram,
sonurinn milli fjóss og bæjar,
vinnumaður á hverju þaki,
eldakerlingin allra yndi.
Hvað hétu þau?
RÁÐNING Á GÁTUM.
1. Köngurló.
2. Eldurinn.
3. Ljár.
4. Augað.
5. I eggskurn.
6. Bárur.
Gaman og alvara.
Þrír litlir krakkar voru að leika sér.
Hans var brúðguminn, Anna brúðurin og
Kristján, sem var yngstur, átti að vera
barnið þeirra. En þegar Hans og Anna
létust vera búin að gifta sig, leiðist Krist-
jáni litla og fer að skríða til systkina
sinna. Þegar Anna sér það, kallar hún til
hans og segir: „Sussu, sussu! Þú mátt
ekki róta þér. Barnið má ekki koma
strax, þegar við erum svona alveg ný-
gift. Eg verð að minnsta kosti að telja
upp að hundrað“.
Kennslukonan: „Mikill sóði ertu, Pét-
ur. Þú hefur ekki þvegið þér áður en þú
fórst í skólann. Eg get séð, hvað þú hef-
ur borðað í morgun".