Vorið - 01.06.1944, Page 6

Vorið - 01.06.1944, Page 6
36 V O R I Ð þá að sjá aumur á sér og taka við lambinu; því að sonur sinn lægi fyrir dauðanum, og hann ætti ekki annað að fórna drottni fyrir heilsu hans. „Leyfið mér að fórna lambinu,“ mælti hann, „annars nær bæn mín ekki til guðs, og þá deyr sonur minn.“ „Ekki máttu ætla annað, en að ég kenni í brjósti um þig,“ mælti presturinn, „en það er bannað í lögunum að fórna dýri, sem á er nokkur blettur eða lýti. Það er sem sé jafn ómögulegt að veita þér bæn þína, eins og að komast yfir paradísarbrúna.“ Drengurinn litli var ekki fjær en svo, að hann heyrði það, er mælt var. Hann harmaði það, að enginn skyldi geta komizt yfir brúna. Ef til vill fengi fátæki mað- urinn að halda syni sínum, ef hann mætti fórna lambinu. Öldungurinn gekk hryggur út úr musterisgarðinum; en drengur- inn stóð upp, og gekk að brúnni og steig á hana öðrum fæti. Ekki kom honum til hugar að reyna að ganga brúna þess vegna, að honum væri þá vís vist í para- dís, heldur eingöngu til að hjálpa fátæka manninum. En hann lyfti fætinum af brúnni aftur, því að hann hugði ómögu- legt yfir að komast; sverðið væri svo gamalt og ryðbrunnið, það héldi ekki þunga hans. En aftur hvarflaði hugurinn til gamla mannsins, er sagt hafði, að sonur sinn lægi fyrir dauðanum. Og enn steig hann fætinum á sverðbrengluna. Þá fann hann, að sverðið hætti að riða og varð flatt og traust und- ir fæti hans. Og við næsta skref fannst hon- um loftið þéttast umhverfis sig og styðja sig svo að hann dytti ekki. Það var eins og hann bærist á vængjum. En þegar drengurinn gekk yfir, söng við í sverðinu svo hátt, að öll- um varð litið þangað. Felmtri miklum og undrun sló á mannfjöldann, er á þetta horfði. Prestarnir urðu fyrstir að átta sig. Þeir sendu þegar eftir fátæka manninum, og sögðu við hann: „Guð hefur gjört kraftaverk til þess að sýna okkur, að hann vill þiggja gjöf þína. Kom þú með lambið, og vér skulum fórna því.“ Að því loknu spurðu þeir eftir drengnum litla, er gengið hafði yf- ir gjána. En þegar farið var að svipast að honum, var hann allur á brott. Hann hafði sem sé, er hann var kominn yfir gjána, minnst foreldra sinna og heimferðarinnar. Hann vissi það ekki, að nú var farið að halla degi ,en hugsaði með sér: nú verð ég að hraða mér, svo að þau þurfi ekki að bíða mín. En fyrst ætla ég að bregða mér snöggvast inn og líta á rödd konungs konung- anna. Og hann vatt sér gegnum mann- þyrpinguna inn í dimmu súlna-

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.