Vorið - 01.06.1944, Side 7
V O R I Ð
37
göngin, þar sem eirlúðurinn reis
upp við vegginn.
Þegar hann virti fyrir sér lúður-
inn og minntist þess, að sá sem náð
gæti hljóði úr honum, mundi ná
yfirráðum yfir öllum þjóðum
heims ,fannst honum hann bera af
öllu öðru ,er hann hafði séð; og
hann settist á gólfið hjá lúðrinum
og horfði á hann hugfanginn.
Hugurinn hvarflaði að því, hve
mikið það væri að vinna allar
þjóðir heimsins á sitt vald, og
hann langaði svo sárt til að geta
blásið í lúðurinn. En hann sá, að
það var ómögulegt, svo að hann
dirfðist ekki einu sinni að hugsa til
þess.
Þannig sat hann tímum saman,
en hann vissi ekki, hvernig stund-
irnar liðu. Hann hugsaði um það
eitt, hve mikils væri um það vert,
að ná öllum þjóðum á sitt vald.
í þessum sömu súlnagöngum sat
vitringur einn og var að kenna
lærisveinum sínum. Og hann sneri
sér að einum þeirra, sem sat við
fætur hans og sagði, að hann væri
svikari. Andinn hefði opinberað
sér, að þessi unglingur væri út-
lendur, en ekki af ísraelsætt. Og
nú spurði vitringurinn hann, hví
hann hefði laumast í hóp læri-
sveina sinna, undir fölsku nafni.
Útlendi unglingurinn stóð upp
og sagði, að hann hefði sótt yfir
eyðimörkina og siglt yfir höfin
miklu, til þess að heyra útlistaða
hina sönnu speki og lærdóminn
um hinn eina sanna guð. „Sál mín
er að örmagnas't af þrá,“ mælti
hann. „En ég vissi, að þú mundir
ekki fræða mig, nema ég segðist
vera ísraelsmaður. Þess vegna
sagði ég þér ósatt, til þess að fá
svalað þrá minni. Og ég bið þig:
leyfðu mér að vera hjá þér.“
En vitringurinn stóð upp og
fórnaði höndum. „Það er jafn
ómögulegt að þú fáir að vera hér
kyrr, eins og það er öllum ofvaxið,
að biása í stóra eirlúðurinn þarna,
sem við köllum rödd konungs kon-
unganna. Þér er með öllu óheimilt
að stíga fæti í musterið, þar sem
þú ert heiðingi. Flýt þér því héð-
an; annars munu lærisveinar mín-
ir ráðast á þig og misþyrma þér,
því að þú saurgar musterið með
návist þinni.“
En unglingurinn stóð kyrr og
mælti. „Ég vil hvergi fara, því að
hér nýtur sál mín næringar, en
hvergi ella. Ég kýs mér heldur að
deyja hér fyrir fótum þér.“
Hann var varla búinn að sleppa
orðinu, er lærisveinarnir stóðu
upp til þess að reka hann burtu.
Og þegar hann bjóst til varnar,
réðust þeir á hann, byltu honum
niður og ætluðu að drepa hann.
En drengurinn sat þar rétt hjá
og heyrði allt, er fram fór. Hvílík
harðýðgi! Ó, að ég gæti blásið í
lúðurinn, því að þá væri honum
borgið, sagði hann við sjálfan sig.
Hann stóð upp og lagði hendina
á lúðurinn. Hann óskaði að geta
lyft honum að vörum sér, — ekki
af því, að hann langaði til að verða