Vorið - 01.06.1944, Page 11
VORIÐ
41
heim til mömmu og litlu systkin-
anna með allan varninginn.
En þegar á daginn leið smádofn-
anði yfir Jóni. Hann sá pabba sinn
og hásetana vera að súpa á flösku
við og við, og hann skildi vel,
hvaða afleiðingar það gæti haft.
Hann hafði stundum orðið þess
var heima, einkum í sambandi við
kaupstaðarferðir, að pabbi hans
og hásetarnir voru drukknir, og
létu þá oft illa. Og nú rifjaðist
margt upp fyrir honum um slys og
vandræði, sem hann hafði heyrt
um af völdum áfengisins. Ella
gamla hafði til dæmis sagt honum
frá bát, sem fórst með allri áhöfn
fyrir skömmu, í rjómalogni, af því,
að mennirnir voru ölvaðir og reru
bátnum upp á sker, svo að honum
hvolfdi.
Nú voru hásetarnir allir orðnir
drukknir, og pabbi hans líka. Og
þegar þeir voru loksins tilbúnir, og
ætluðu að leggja af stað, var álið-
ið dags, og tekið að hvessa. Maður
nokkur kom ofan að bátnum, þeg-
ar þeir voru að leggja af stað. Og
er hann sá, hvernig á stóð, bað
hann formanninn að fara ekki.
Það færi að dimma, og veðrið væri
ekki gott.
En þeir sögðu, að hann varð-
aði ekkert um þetta. Þeir mundu
komast heim. Og svo ýttu þeir frá
bryggjunni og héldu af stað.
Vindurinn var á eftir, svo að
þeir settu upp segl og sigldu. Það
gekk hálf illa að koma upp segl-
inu, en samt heppnaðist það. Þá
var stýrið sett fyrir bátinn, og
fannst Jóni litla oft litlu muna, að
pabbi sinn félli útbyrðis meðan á
því stóð. Honum blöskraði, hve
hugur hans var nú reikull og hönd-
in óstyrk. Svona hafði hann ekki
séð hann á sjó fyrr. Hugur hans
var allur í uppnámi. Hvernig
mundi lendingin á Gili ganga nú?
Svo var siglt og sopið á flösk-
unni við og við, og sungið af mik-
illi raust.
Jón litli sat hjá pabba sínum á
þóftunni, hélt um stjórnvölinn
með honum og reyndi að hafa gát
á öllu. Tveir hásetarnir voru sofn-
aðir, og hinir tveir rorruðu draf-
andi á þóftunni miðskipa.
Veðrið versnaði óðum. Formað-
urinn skipaði að lækka seglin. En
enginn hásetanna gat hreyft sig.
Jón litli þaut að dragreipinu og
gat að lokum losað það og lækkað
seglið. En nú var hönd föður hans
svo óstyrk og hugur hans svo sljór,
að báturinn var sem stjórnlaus og
sjórinn fossaði inn.
Jón þaut að stýrinu, ýtti föður
sínum frá því og gat rétt bátinn.
Og í sama bili sá hann í hálfrökkr-
inu, að þeir stefndu beint á eitt
skerið við lendinguna á Gili. Með
herkju brögðum gat hann sveigt
fram hjá skerinu og inn í sundið.
Og nú var líf hans og allra hinna í
höndum hans. Hann neytti allra
krafta og allrar aðgæzlu. Engu
mátti skeika. Feikna alda kom
undir bátinn og bar hann óðfluga
nær landi. Þá þreif pabbi hans