Vorið - 01.06.1944, Page 15
VORIÐ
45
akrinum hans föður míns, þjófur-
inn þinn?“
Persturinn sneri sér að Lao
Wang með reiðisvip.
„Þjófur. Ég. . . . ég. . . . þjóf-
ur! Ég er enginn þjófur! Ég er eng-
inn þjófur! Ég er æðsti prestur
musterisins!“
„Það getur vel verið,“ sagði Lao
Wang og lét sér hvergi bregða.
„En hvað ert þú að gera hér inni
á maísakrinum? Nú verður þú að
koma með mér heim til föður
míns og gera grein fyrir ferðum
þínum.“
Presturinn þverneitaði að fara
með honum og hótaði Lao Wang,
að yfir hann skyldi koma alls
konar ógæfa. En Lao Wang sat við
sinn keip. Lurkurinn, sem hann
hélt á, var ekkert mjúkur að sjá,
og presturinn varð að láta sér
lynda að fylgjast með drengnum.
Faðir Lao Wangs varð mjög
skelkaður, þegar hann sá hver það
var, sem sonur hans hafði klófest.
En presturinn sagði honum frá
fyrirburðinum. F rá ókunna
drengnum, sem hann hafði nú
gleymt nafninu á, og loks frá
guðalíkneskinu úti á akrinum.
Lao Wang bar óttablandna
lotningu fyrir prestinum. Hann
var þó í þjónustu musterisins. En
þó gat hann ekki að sér gert að
brosa í lauma að þessu einkenni-
lega fyrirbæri.-------------Æðsta
prestinum er ógnað með barefli
Lao Wangs!
Presturinn varði mál sitt af
kappi, en þegar hann sá efasvip-
inn á andlitum áheyrenda sinna,
bað hann þá að koma með sér til
musterisins.
Lao Wang og faðir hans létu að
orðum prestsins og gengu með
honum til musterisins. En þegar
þeir komu þangað og sáu, að regn-
guðinn stóð á sínum venjulega
stað, og heldur ekki nein merki
þess, að hann hefði hreyft sig það-
an, varð presturinn hljóður við.
Þegar þeir feðgar héldu aftur
heimleiðis, höfðu Lao Wang
áskotnazt 10 gullpeningar. Prest-
urinn kærði sig ekki um, að þessi
saga kæmist í hámæli.
Þetta sama kvöld hittust dreng-
irnir aftur. Og það var auðvitað
rætt um viðburði dagsins. Tsao
Ling sagði, að sitt hlutverk hefði
reynzt miklu auðveldara en hann
bjóst við. Maísakurinn lá því nær
alveg að . musterismúrnum, sem
ekki var sérlega hár, og þegar svo
heppilega vildi til, að enginn
maður var í sjálfu musterinu,
reyndist það næsta auðvelt að
stela líkneskinu, sem var úr tré, og
því mjög létt. Því næst negldi
hann það á stöng, og bar það þann-
ig yfir akurinn. Það hafði aftur
reynzt erfiðast að koma því aftur
á sinn stað, en hafði þó tekizt
slysalaust.
Lao Wang þakkaði vini sínum
fyrir aðstoðina, en nú var aðeins
eftir að vita, hvort allt þetta hefði
hin tilætluðu áhrif.