Vorið - 01.06.1944, Side 18
48
VORIÐ
Stjörnurnar.
— ÆVINTÝR. —
Það var orðið dimmt. Jörðin
var þakin snjó, sem glitraði eins og
stjörnur. En uppi á dimmbláum
himninum leiftruðu stjörnurnar
og skinu skært yfir hina hvít-
klæddu jörð.
Lísa litla sat með með hönd
undir kinn og horfði með stóru,
bláu augunum sínum rannsakandi
á stjörnumþakinn himininn.
„Hvernig skyldu allar þessar
stjörnur hafa orðið til?“ tautaði
hún fyrir munni sér. „Ætli það
séu gluggar, sem englarnir horfa í
gegnum niður til okkar, eða eru
það ef til vill augu englanna, sem
horfa niður á okkur, og depla
þeim til okkar?“
Litla stúlkan sat kyrr, og starði
áfram upp í himininn, eins og hún
væri að rannsaka, hvort stjörnurn-
ar væru gluggar eða augu engl-
anna.
„Mér er ómögulegt að sjá það,“
andvarpaði hún að lokum; „þær
eru svo óskaplega langt í burtu.“
„Lísa, Lísa, ert þú hér? En hvað
það er dimmt hjá þér.“
Lítil stúlka kom léttilega hopp-
andi í áttina til Lísu og faðmaði
hana að sér.
„Ó, Lísa, ég þráði þig svo heitt,“
sagði litla stúlkan. „Eg er ein
heima. Pabbi er farinn í ferðalag,
og svo hljóp ég burt frá barnfóstr-
unni.“
„Ég er líka ein, Lóra,“ sagði
Lísa og horfði brosandi á vinkonu
sína. „Mamma fór til ömmu, af
því að hún er lasin. Friðrik fór
með henni, og Kristín gamla er að
hjálpa Önnu í eldhúsinu. Ég er svo
glöð yfir að þú komst.“
Ljóshærða stúlkan strauk hend-
inni yfir hina dökku, hrokknu
lokka litlu spönsku stúlkunnar.
Því að Lóra eða Dolores, eins og
hún hét fullu nafni, var sunnan frá
Spáni. Það var Lísa, sem hafði
stytt nafn hennar.
„Hvað varst þú að gjöra ein í
myrkrinu?“ spurði Lóra.
„Ég var að hugsa um, hvernig
stjörnurnar hefðu orðið til. Veizt
þú, hvort það eru gluggar eða augu
englanna?“
„Gluggar eða augu?“ hrópaði
Lóra brosandi. „Nei, góða Lísa,
þær eru hvorugt."
„Er það ekki. Það var leiðin-
legt,“ andvarpaði Lísa.
„Mamma hefur sagt mér, hvern-
ig stjörnurnar verða til. Hún sagði
mér það, þegar við áttum heima á
Spáni,“ sagði Lóra, og röddin titr-
aði af tilhugsuninni um gamla
heimilið og móður sína, sem nú
var látin og hvíldi undir hinum
dimmbláa himni Spánar.
„Segðu mér það þá,“ sagði Lísa
áköf.
„Já, stjörnurnar eru — nei,
gettu fyrst einu sinni, góða Lísa,“