Vorið - 01.06.1944, Page 19

Vorið - 01.06.1944, Page 19
V O R I Ð 49 sagði hún glettnisleg, og leit til Lísu. „Ég get ekki getið upp á því, nei, það get ég ómögulega,“ sagði Lísa samstundis. „Taktu þá eftir.“ Lísa horfði eftirvæntingarfull á vinstúlku sína, eins og hún ætlaði að lesa söguna af vörum hennar. „Móðir mín sagði,“ byrjaði Lóra, „að stjörnurnar væru him- inblóm. En þær líta ekki út eins og rósirnar okkar og nellikurnar, því að þær eru úr gulli og silfri.“ „En hvernig vaxa þessi himin- blóm?“ spurði Lísa undrandi. „Sjáðu nú til. Þegar einhver maður hér á jörðinni hefur gert góðverk, þá vex blóm á himnum, og lýsir okkur hér á jörðinni, og englamir uppi á himnum og drott- inn gleðjast í hvert skipti, sem nýtt blóm bætist við.“ „En þegar mennirnir gjöra eitt- hvað illt af sér, hvernig fer þá?“ spurði Lísa. „Þá deyr eitt blóm. Og mamma sagði, að það væru alltaf þau fegurstu, sem visnuðu af því að lítið, slæmt verk eyðilegði mestu góðverkin. Visnuðu blómin detta af stilkunum og falla niður, þá sjá- um við stjörnuhrap.“ Lísa horfði rannsakandi á stjörn- urnar. Skyldi það hafa vaxið mörg, falleg blóm fyrir hennar áhrif----- Hún hafði nú oft látið gott af sér leiða. Nýlega hafði hún gefið Önnu litlu í kjallaranum brauð- sneið og epli, þegar hún grét af sulti. Skyldi það hafa bætzt ein stjarna á himininn við það? En svo kipptist hún við af hræðslu — í morgun hafði hún barið litla bróður sinn, af því að hann hafði hent brúðunni hennar á gólfið. Æ, þar hafði sennilega fallega himinblómið hennar dáið aftur. Hún tók höndunum fyrir and- litið og grét. En þá var lítill hand- leggur lagður um hálsinn á henni, og vinstúlka hennar hvíslaði blíð- lega: „Við skulum báðar reyna að vera góðir. Ég ætla ekki að hlaupa aftur burt frá barnfóstrunni, og ég ætla að biðja hana um fyrirgefn- ingu strax í dag. Kannske það vaxi þá með tímanum mikið af falleg- um blómum á himnum.“ Lísa og Lóra sátu ennþá lengi í faðmlögum og störðu þegjandi á stjörnurnar. Við skulum vona, að hin góðu áform þeirra verði að veruleika, og verði launuð með fögrum himinblómum. (E. S. þýddi). Rá&ningar á clægradvöl í síðasta heíti. 1) Þrjá sokka. 2) Auðvitað tvö. 3) Eftir 59 mínútur. Ef karfan hefur verið full eftir 60 mínútur, hefur hún verið hálf einni mínútu fyrr. 4) Aldrei. Skipið og stiginn lyftast einnig með aðfallinu. 5) þeir voru aðeins þrír. Afi, faðir og sonur. Faðirinn var bæði faðir og sonur. 6) Það er ekkert r í orðinu þ v í. Ráðningar á gátum. 1) Torfljár. 2) Ullarkambar. 3) Krákuskeljar. 4) Barði. 5) Hallur, Stein- unn, Stígur, Torfi, Una.

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.