Vorið - 01.06.1944, Page 22

Vorið - 01.06.1944, Page 22
VORIÐ HANNES J. MAGNÚSSON: Litli og stóri fiskurinn. Einu sinni var pínulítill fiskur. Hann átti auðvitað heima í sjón- um eins og flestir aðrir fiskar. — Vegna þess, að hann var svo lítill og ungur, þá var hann enn f jarska heimskur og vissi lítið. En hann reyndi alltaf að taka vel eftir, hvað stóru og vitru fiskarnir gjörðu, því að hann hélt auðvitað, að allt væri gott og rétt, sem þeir gjörðu. Einu sinni var litli fiskurinn að synda til og frá í sjónum sér til skemmtunar, og allt í kringum hann syntu stóru og vitru fiskarn- ir með mesta spekingssvip. Litli fiskurinn var nú orðinn svangur af öllu þessu ferðalagi og hann fór nú að svipast um eftir einhverjum matarbita. Sér hann þá allt í einu ljómandi fallegan bita koma svíf- andi niður í djúpið, en með því að þetta var óvenjulegt, og hann hafði aldrei séð þetta áður, þorði hann ekki að gleypa þennan fall- ega bita; það gat verið varasamt. En í sama bili kemur einn af stóru og vitru fiskunum og gleypir bit- ann. Litli fiskurinn ætlaði nú að fara að spyrja stóra fiskinn, hvern- ig hann hefði verið á bragðið, þessi fallegi biti, en þá bregður svo und- arlega við, að það er eins og ein- hver kippi í stóra fiskinn og hann

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.