Vorið - 01.06.1944, Qupperneq 23
V O R I Ð
53
hverfur eitthvað upp á við. Jæja, segir
litli fiskurinn. Eg ætla að doka hérna
við og sjá, hvort ekki kemur annar biti.
Varla hafði hann sleppt orðinu, þegar
fallegur biti kom svífandi niður til hans.
— Mér hlýtur að vera óhætt að borða
þennan bita, fyrst stóri, vitri fiskurinn
gjörði það. Og svo gleypti hann bitann,
en hvarf samstundis á eftir stóra fiskin-
um upp í einhvern ókunnan heim. Eftir
eina mínútu lá hann spriklandi í báti
fiskimannsins hjá stóra og vitra fisk-
Jæja, eru stóru fiskarnir þá
svona heimskir? sagði litli fiskurinn
um leið og hann gaf upp andann.
Ungu vinir mínir! Svona er líka
sagan um tóbakið. Af hverju byrja
ungir piltar og ungar stúlkur
að reykja, eða neyta annars
tóbaks? — Ætli
nokkrum þyki það
gott í fyrstu? Nei,
unga fólkið byrjar
á að reykja ein-
göngu vegna þess,
að það sér full-
orðna fólkið gjöra
það, fína menn,
bæði karla og kon-
ur. Það hlýtur að
vera gott og rétt
að reykja, þegar fína og vitra fólk-
ið gjörir það, hugsar drengurinn
og stúlkan, sem bæði .vilja verða
stór og vitur. Ég ætla aðeins að fá
mér einn vindling, hugsa þau. Það
ætti þó að vera óhætt. Ef það er
vont eða óhollt, þá hætti ég. Og
svo bíta þau á agnið, og það fer al-
veg nákvæmlega fyrir þeim eins
og litla, heimska fiskinum. Þau
festast á agninu, og geta aldrei los-
að sig þaðan aítur ævilangt. Það
gagnar þeim ekkert, þótt þau sjái,
að stóru, fínu og vitru mennirnir
voru ekki eins vitrir og þau höfðu
haldið. Þau sitja alltaf föst við tó-