Vorið - 01.06.1944, Blaðsíða 24
V O R I Ð
Undralæknarnir.
í bæ einum eru þrír læknar,
sem heita Loít, Vatn og Sól.
Dag nokkurn kom kona til bæj-
arins með lítinn strák, sem hún
átti. Hann var mjög heilsutæpur
og gat ekki leikið sér úti með öðr-
um börnum.
Þegar konan gekk eftir götunni,
sá hún auglýsingu á húsi einu frá
Loft lækni. Hún fór þar inn. I bið-
salnum var glugginn opinn. Þá
varð konan hrædd um, að litla
drengnum yrði kalt. Hún óttaðist,
að hann fengi kvef. Þess vegna
lokaði hún glugganum hljóðlega.
Svo kom röðin að þeim.
Læknirinn spurði, hvað væri að
drengnum. Konan sagði, að hann
væri mjög heilsutæpur. Með-
an læknirinn rannsakaði hann,
sagði konan frá, hve varlega hún
færi með hann.
baksnautnina og verða nauðug,
viljug að eyða fé sínu fyrir eitur,
sem spillir heilsu þeirra og gerir
þau fátækari en ella. — Það er
hvorki karlmannlegt, kvenlegt eða
fínt að reykja, og því síður hollt.
Tóbaksnautn er ósiður, sem verð-
ur að leggjast niður. Bráðum kem-
ur röðin að ykkur að velja um það,
hvort þið ætlið að bíta í tóbaks-
agnið, eða hafna því. Það ætti
ekki að vera erfitt val fyrir ykkur.
„Hefur hann ekki getað verið
úti?“
„Jú, hálfa klukkustund, dag og
dag. Lengur hef ég ekki þorað að
hafa hann úti, vegna þess, hvað
hann er kulsæll. En þegar allra
heitast er, fær hann að fara í bað.
Eg hef reynt að gæta þess að
verja hann fyrir dragsúg, og
venjulega hef ég 22 stiga hita
inni.“
„Þessu get ég vel trúað,“ sagði
læknirinn. „En þetta þarf að breyt-
ast. Lofaðu honum að vera úti, svo
að hann fái hreint loft. Það þarf að
hafa gluggana opna, svo að loftið
komist á hreyfingu, og gamalt loft.
hreinsist burtu bæði í dagstofum
og svefnherbergjum."
Læknirinn benti á gluggann og
hélt áfram: „Ég hef t. d. alltaf
glugga opna, bæði í lækningastof-
unni og biðsalnum. Einnig ættu
menn að vera úti undir beru lofti
eins mikið og hægt er. Þá verður
fólk hraust og rjótt í kinnum. —
íþróttir og fimleikar styrkja líkam-
ann. En þegar fólk stundar fim-
leika, verður það að vera létt-
klætt. Einar stuttbuxur er nægi-
legt. Loftið á að leika um beran
líkamann. Hlýddu ráðum mínum!
Það eru margir, sem hafa orðið
heilbrigðir, við að fylgja ráðlegg-
ingum mínum.“