Vorið - 01.06.1944, Blaðsíða 29

Vorið - 01.06.1944, Blaðsíða 29
V O R I Ð 5g Ur heimi barnanna STJARNAN GÓÐA. Skuggalegur maður lá í skítugu porti bak við stórhýsi eitt í út- hverfi stórrar borgar. Þarna var allt óþokkalegt, óhreint og skuggsýnt, vegna vöntunar á götu- ljósum. Þetta var um kl. 3 að nóttu. Maðurinn hafði setið á knæpu um kvöldið, orðið út úr drukkinn og stofnað til óeirða. Svo fréttist, að lögreglan væri á leiðinni þangað, þá sló öllu í dúna- logn og hann slangraði einn um götuna. Brátt slagaði hann burt líka og flæktist fram til miðnættis. Loks fór hann inn í þetta port og lagðist þar fyrir, sofnaði og svaf þar til við sáum hann í þessu óhreina porti. Hann vaknaði rétt í því, að augu okkar litu hið auma líf slarkarans og drykkjumannsins. Okkur sýndist hann líkastur villidýri, sem hefur verið að berj- ast og drepa og er nýbúið að sofa úr sér grimmdina, en ef við skoð- um hans innri mann, þá sjáum við, að hann hefur hugsun eins og við, hann iðrast sinna illu gerða, hann minnist sinna góðu daga í sveit- inni hjá mömmu sinni, þegar hann var lítill, fallegur drenghnokki með óspillta sál. En nú var sálin hulin dimmum, kolsvö.rtum skugga, sem ekkert auga gat séð í gegnum, nema auga guðs. Hann minntist þess, þegar móðir hans var að kenna honum bænir og þegar hann gekk til kirkju með henni. Endurminningarnar urðu að draumum um sælu sveitarinn- ar, góða menn og móður, sem vildi verja drenginn sinn með oddi og egg fyrir áhrifum hins illa. En svo komu í sveitina borgardrengir, sem fengu hann með sér til borgarinn- ar og báðu hann að koma bara þetta eina kvöld inn á knæpuna og skemmta sér með þeim, og hann lét til leiðast. Þeir fóru að drekka og báðu hann að fá sér eitt glas, bara eitt, það gerði ekkert til. En þetta eina glas varð að nautn. Hann varð drykkjumaður og ræf- ill. Loks dreymdi hann um jólin, sem nú voru um garð gengin. Hann mundi eftir stjörnunni góðu, sem vísaði vitringunum á Krist. Upp af þessum hugleiðingum vaknaði hann við það, að skær birta skein á hann. Hann stökk á fætur með stýrur í augum og minntist hins sterka kastljóss lög- reglunnar. En þetta var ekki ljós- ker lögreglunnar, það var ennþá skærara. Þetta var engill guðs. Hann benti til himins og sagði: „Sjá, þar skín stjarnan góða.“ Og enn sagði hann: „Sjá, þar skín stjarnan góða.“ Hann gekk af stað og stjarnan lýsti honum. Að lokum kom hann á þann stað, sem stjarn- an lýsti á. Það var litla sveita- kirkjan hans. Hann heyrði sálma- söng og gekk inn í kirkjuna. Innst inni í kirkjunni sat gömul kona. Hann þekkti hana, það var móðir hans. Hann kúrði sig niður aftast í kirkjunni. Hann skammaðist sín

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.