Vorið - 01.06.1944, Page 32
62
VORIÐ
FYRSTA FERÐIN MÍN.
Það var í fyrra vor, að ég fékk
að fara fyrstu ferð mína á sjó. Það
var 22. maí, að „Esja“ kom hér við
á Raufarhöfn. Ég fór með henni
til Húsavíkur. Veður var gott, logn
og sólskin. Lagt var af stað eftir
hádegi. Komið var við á Kópaskeri
og stanzað þar. Klukkan 12 um
kvöldið komum við til Húsavíkur.
Þar geta þessi stóru skip lagzt að
bryggju. Ég var sótt um borð. —
Húsavík þykir mér fallegur staður,
og þar undi ég vel hag mínum. Ég
var að finna afa minn og sjö móð-
ursystur, sem þar eiga heima. Sú
elzta er 20 ára, en sú yngsta er
tveggja ára, svo að þar var nóg til
að skemmta sér við. Þarna dvaldi
ég í mánuð. Þá kom „Súðin“ og ég
varð að fara heim til Raufarhafn-
ar aftur. Á leiðinni milli Húsavík-
ur og Kópaskers sofnaði ég, því að
ég var sjóveik. — Dreymdi mig þá
að ég sá eitthvað fyrir ofan skip-
ið, sem líktist helzt einhverri
ófreskju og var ég að horfa á hana.
Þá fannst mér, að þessi ófreskja
fleygja niður til mín knetti og
fannst mér hann alleinkennilegur.
En er ég ætlaði að grípa hann,
missti ég af honum og hann lenti á
þilfari skipsins. Ég hljóp af stað
og ætlaði að ná í hann, en þar sem
ég sá, að hann kom niður, var eng-
inn knöttur, heldur stór blóðpoll-
ur. Ég vaknaði og mér leið mjög
illa á eftir. Ég komst í land á Rauf-
arhöfn og sagði mömmu þennan
draum, því að ég gat ekki gleymt
blóðinu. „Súðin“ hélt áfram til
Þórshafnar, sem er næsta skipa-
höfn við Raufarhöfn. „Súðin“
sneri þar svo við til baka, sömu
leið aftur. En daginn eftir kom
þessi voðalega frétt, að það hefði
verið gerð loftárás á „Súðina“ og
var það á sömu slóðum, sem mig
hafði dreymt drauminn.
Svanfríður E. Viéfúsdóttir, 13 ára,
Raufarhöfn.
Amma gamla (við litla telpu, sem var
ýkin í frásögnum sínum): „Þú mátt aldr-
ei fara með ósannindi. Annars fer fyrir
þér eins og smaladrengnum, sem kallaði
„úlfur, úlfur“, til að ginna menn. Loksins
kom úlfurinn og át upp allar kindurnar."
„Át hann kindurnar?" spurði telpan.
,,Já,“ svaraði amma hennar.
„Át hann þær allar?“
„Já.“
„Jæja, amma mín,“ sagði telpan. „Það
er likt á komið með okkur. Eg trúi þér
ekki og þú trúir mér ekki.“
----o-----
Háskólakennari nokkur, sem oft var
nokkuð viðutan, hafði dvalizt uppi í
sveit og var að fara heimleiðis úr sum-
arleyfi. Þegar hann var seztur í járn-
brautarvagninn og lestin komin af stað,
fór hann að brjóta heilann um, hvort
hann hefði ekkert skilið eftir. Hann tók
upp vasabók sína, athugaði hana spjald-
anna á milli og leitaði þar af sér allan
grun. — Þegar hann kom á járnbrautar-
stöðina kom dóttir hans fagnandi á móti
honum, en þegar hún sá, að hann var
einn síns liðs, sagði hún: „Pabbi! Hvar
er hún mamma?“
Þá vaknaði gamli maðurinn eins og af
svefni og sagði: „Já, þetta fann ég á mér,
að ég hafði gleymt einhverju í sveitinni,
þó að ég kæmi ekki fyrir mig, hvað það
var!“