Vorið - 01.06.1944, Qupperneq 34

Vorið - 01.06.1944, Qupperneq 34
64 VORIÐ Dægradvöl. 1. Maður kaupir pappírsvörur fyrir tvær krónur og fær kaupmanninum fimm króna seðil. Kaupmaðurinn getur ekki skipt, en skreppur út í næstu búð og fær þar seðlinum skipt í fimm krónupeninga. Þegar við- skiptavinurinn hefur fengið pappír- inn, og þrjár krónur til baka, fer hann. Skömmu síðar kemur búðar- maðurinn, sem skipt hafði seðlinum, og segir, að hann sé falsaður. Kaup- maðurinn fær honum ófalsaðan fimm króna seðil í staðinn. Hve miklu hefur kaupmaðurinn tapað á þessum viðskiptum, í vörum og pen- ingum? 2. Hvaða minnsta andafjölda er hægt að komast af með, ef þær eiga að synda í fylkingu, sem hér segir: Tvær endur á undan einni önd, tvær endur á eftir einni önd og ein önd á milli tveggja anda? 3. Kunnugt er, að það þarf tólf einseyr- isfrímerki í eina tylft. Hvað þarf þá mörg tveggja aura frímerki í eina tylft? 4. Faðir og tveir synir hans koma að ferjustað. Faðirinn vegur 100 kg. og synirnir 50 kg. hvor, en ferjan tekur aðeins 100 kg. Hvernig geta þeir all- ir komizt yfir ána á ferjunni? 5. Tvær járnbrautarlestir í hundrað mílna fjarlægð hvor frá annarri, aka eftir sömu brautinni, hvor á móti annarri. Onnur fer með 60 mílna hraða á klukkustund, en hin með 40 mílna hraða. Býfluga er á flugi með 25 mílna hraða á klukkustund. Hve langa leið hefur hún flogið, þegar lestirnar mætast, ef hún hefur lagt af stað jafnt og þær? Þegar ég fór í sveit. Eg var 11 ára, þegar ég fór fyrst í sveit í Gaulverjabæjarhrepp í Arnessýslu. Einu sinni í vonzku veðri, roki og rigningu, átti ég að reka inn kýrnar, en þær voru nokkuð ó- þekkar, hlupu í burtu, settu upp rassinn og hlupu útundan sér. Þá fór að síga í mig, svo að ég fékk mér kaðalspotta og lamdi þær miskunnarlaust, þá gekk mér bet- ur. Þær hlupu allar að fjósinu og vildi hver verða fyrst að komast inn í fjósið, því að ég barði þær fyrir óþekktina, svo að þær tróðu sér tvær inn um dyrnar og stóðu hér um bil fastar í þeim. Þegar þær voru komnar inn í fjósið, átti ég að binda þær. Þegar ég var búinn að binda allar nema eina og gekk fyrir aftan hana, þá sparkaði hún í mig, svo að ég datt í flórinn. Kýr- in launaði mér illsku mína. Síðan hef ég ekki barið neina skepnu. Því að manni hefnist fyrir það. Guðmundur Ivarsson, 13 ára. VORIÐ tímarit fyrir böm og unglinga. Koma út 4 hefti á ári, minnst 32 síður hvert hefti. Árgangurinn kostar kr. 5.00 og greiðist fyrir 1. maí. Utgefendur og ritstjórar: Hannes J Magnússon, Páls Briems- götu 20 Akureyri, og Eríkur Sigurðsson, Hrafnagilsstr. 12, Akureyri. Prentverk Odds Bjömssonar.

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.