Vorið - 01.12.1945, Blaðsíða 3

Vorið - 01.12.1945, Blaðsíða 3
VORID Komdu til mín. barnið mitt, ég kveða við þig skal. Nú er írost og fjúksamt og fennir í dal. Dapurt er í kotunum, er dynur hríðin köld. — Við reynum að gleyma hríðunum og gleðjast í kvöld. — • Við skulum fljúga suður um sjó svanavængjum á, líða létt og öruggt um loítin blá. Við skulum gista í anda ókunnug lönd, þar sem báran bláa brosir við strönd, þar sem blærinn blíði bærir laufin smá VALDIMAR V. SNÆVARR: SKAMMDEGISÞULA og sveigir mjúkar greinarnar sedrustrjánum á, þar sem hjörðin unir högum grænum í, en ljósir gnæfa tindarnir á Líbanon við ský. — Við skulum binda sveiga úr saronsblómum smá, og skreyta þá með eyrarrósum íslandi frá. — Minningarnar vaka . . . Margt er hér að sjá. — Stígum bljúg í anda Betlehemsvöllu á. — Endur fyrir löngu, eina vetrarnótt, þegar allt var orðið svo undur kyrrt og hljótt,

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.