Vorið - 01.12.1945, Blaðsíða 18

Vorið - 01.12.1945, Blaðsíða 18
112 VORIÐ ÁLFURINN í SKÓL ASTOF U NNI (Endursögn nr dönsku). Jón litli kom hlaupandi eítir veg- inum; hann var að verða o£ seinn í skólann. Hann liafði hvorki mátt vera að því að þvo sér eða borða. Mamma hans smurði stóra brauð- sneið með smjöri og rúllupylsu og lét í lítinn blikkkassa. Því næst stakk hún kassanum í töskuna ltans. Jón litli slengdi töskunni á bak sér, en hann mátti ekki vera að því að loka henni, svo að lokið barðist og dinglaði til og frá, þegar liann hljóp. En niðri í töskunni dansaði blikkkassinn hopsa og ræl við pennastokkinn, en lesbókin og reikningsbókin flugust á, þangað til þær voru báðar rifnar upp úr kjölnum og grétu sáran. En drengurinn tók ekki eftir neinu. Hann hugsaði aðeins um að komast í skólann, áður en hringt væri inn. Hlunk, dunk, hlunk, heyrðist, þegar þung stígvélin hans skullu á grjótinu. Tripp, trapp! Tripp, trapp! heyrðist ótt og títt æðispöl á eftir Jóni. Þar var svolítill álfur á ferð. Hann var í grænum buxum og með rauða skotthúfu. Hann var mesti prakkari, og þegar liann sá dreng- inn með opna skólatösku á bakinu, datt honum í iiug, að réttast væri nú að reyna að komast í töskuna og láta strák bera sig. Strákur hljóp og álfurinn bljóp. Loksins beygði strákur út af veginum, því að Jiann hafði ekki tíma til að fara í gegnum hliðið, héldur klifraði yfir girðing- una. Þá sá álfur sér leik á borði og stökk ofan í töskuna, en drengur tók ekki eftir neinu. „Hér er góð lykt,“ sagði álfurinn og saug upp í nefið. Fljótlega fann hann brauðið með rúllupylsunni. Hann borðaði það í snatri, henti síðan kassanum út, en honum fannst ennþá þröngt um sig, og lieygði því pennastokknum út og síðan bókunum og öllu dótinu. Allt skall það í forina og hljóðaði uni leið og það datt, en drengur varð einskis var. Loksins komst hann í skólann. Hann tróð sér inn á ganginn með töskuna sína, skaut henni inn í stofuna, hentist síðan í röðina sína á seinasta augnabliki og var hinn ánægðasti með sjálfan sig. En álfur- inn var líka ánægður með lífið, því að þetta var reglulegt ævintýri. Hann stökk upp úr töskunni, faldi sig á bak við ofninn og beið. Þegar

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.