Vorið - 01.12.1945, Blaðsíða 20

Vorið - 01.12.1945, Blaðsíða 20
114 V O R I D Iðrunartárin — Helgisögn frd miðöldum. — Á stjórnarárum Mauritíusar keisara lifði í Rómaríki ræningi einn svo grimmur og vonclur, að hann sýndi engri lifandi veru nokkra sarnúð og fór hvorki að guðs eða manna lögum. Hann hafði um sig flokk manna og bjó um sig á fjalli einu, en þaðan fór hann til rána og manndrápa út um byggðir landsins. Sá, sem neit- aði að greiða honum skatt, mátti búast við því, að hús hans yfði brennt til kaldra kola næstu nótt og hann sjálfur tekinn af lífi. Loks sneri þjóðin sér til hins volduga keisara og bað hann um vernd. Hann sendi eitt hundrað hermenn af stað, en flestir þeirra féllu í við- ureigninni við ræningjana, og þeir, sem aftur komu, fullyrtu, að ræn- ingjarnir stæðu í sambandi við illa anda. Og nú fór almenningur að trúa því, að þeir væru ósigrandi. Þegar keisarinn fékk þessar fregnir, varð hann alvarlegur á svip og gekk lengi og þungt hugsandi um gólf í lega. Jón litli lagði af stað með álf- inn á bakinu. Álfurinn barðist um í töskunni og reyndi að komast út. Hann hrópaði á hjálp og bað Jón að sleppa sér. Jón litli anzaði lion- um engu. Skyndilega datt allt í dúnalogn. „Nú, hann er náttúrlega dauður, ræfillinn," hugsaði Jón. „Það var gott, þá er ekki hætt við, að ég missi hann, þegar ég opna töskuna.“ Álfurinn bærði ekki á sér. Loks kom Jón að tjörninni. Hann opnaði töskuna varlega. Álfurinn var víst dauður, sem bet- ur fór. En þegar minnst varði, spratt álf- urinn upp og hljóp inn í skóginn. Álfur hljóp og strákur hljóp. Álfur komst upp í tré og klifraði upp á hæstu og mjóstu greinina í trjá- toppinum. Þar sat hann og hló. „Þetta var svei mér skemmtilegt ævintýri," sagði állurinn. „Ég skal einhvern tíma launa ykkur lambið gráa, og þá skuluð þið ekki einu sinni ná í skottið á húfunni minni.“ Drengur varð að snauta heim við svo búið. Það er sagt, að álíurinn efni heit sitt og heimsæki skólabörn annað slagið. Þess vegna er bezt að vera vel á verði. En hann kvað fara svo varlega, að síðan hefur enginn séð hann, hvað þá náð í skottið á húf- unni hans. Sigríður Skaftadóttir endursagði.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.