Vorið - 01.12.1945, Page 24
V O R I Ð
HALLDÓR Þ. [ÓNSSON:
Á
ferð í
stórhríð
Það er farið að líða að jólum.
Börnin í Hvammi geta ekki um
annað talað eða hugsað en hvað
þau muni fá í jólagjafir. Sum búast
við að fá spil, eða einhverja fallega
bók, telpurnar eru vissar um, að
þær muni fá stórar og fallegar
brúður, og geta þær ekki um annað
talað en hvernig kjóla þær ættu að
sauma handa þeim. Kári er sá eini,
sem tekur ekki Jrátt í þessum sam-
ræðum. Hann er þeirra elztur, 14
ára gamall, og otðinn svo viti bor-
inn, að hann skilur, hvað fátækt er.
Hjónin í Hvamrni eru mjög fá-
tæk og eiga mörg börn, öll innan
við fermingu og áttu foreldrarnir
meira en nóg með að sjá öllum
hópnum fyrir mat og fatnaði. Kári
er orðinn stór og sterkur og farinn
að geta hjálpað föður sínum við
skepnuhirðinguna.
Á aðfangadagsmorgun var hríðar-
útlit, en þó stillt veður. Árni í
Hvammi, en svo hét faðir barn-
anna, ætlaði í kaupstaðinn, en
banq-að voru urn 20 kílómetrar og
yfir holt, móa og mýrar að fara, og
ekkert til að átta sig eftir, nema
óljósir götutroðningar.
Árni ætlaði að kaupa matvöru og
kannske einhverja smáglaðningu
handa börnunum, ef kaupmaður-
inn vildi lána honum það, þar til
hann væri fær um að borga það.
Árni fór gangandi, því að færi var
sæmilegt. Gekk honum vel á leið-
inni og kom snemma í kaupstað-
inn, en þegar þangað kom, var dá-
lítið farið að snjóa og allt útlit fyr-
ir, að ganga mundi í stórhríð með
kvöldinu. Árni rak því erindi sitt
eins fljótt og hann gat. Kaupmað-
urinn var fús á að lána honum, jrví
að hann stóð ætíð vel í skilum, þeg-
ar hann gat. Hann keypti því ýmis-
legt smádót handa konu sinni og
börnum.