Vorið - 01.12.1945, Blaðsíða 25

Vorið - 01.12.1945, Blaðsíða 25
V O R I Ð 119 Varning þann, er hann keypti, hatt hann á bak sér og hélt af stað kl. rúmlega þrjú. Gekk hann eins hratt og hann gat og hefur að líkindum verið kom- inn tvo til þrjá kílómetra frá þorp- inu, þegar skall saman í iðulausa blindhríð. Árni vildi ekki snúa aft- ur, enda mótaði enn örlítið fyrir götu troðn ingum. Hann gekk áfram góða stund, en tapaði brátt áttunum og vissi ekk- ert, hvert halda skyldi. Alltaf hríð- aði jafnt og þétt, og snjónum skóf saman í skafla og voru jreir margir illir yfirferðar. Árni brauzt þó áfrarn í þá átt, er hann huggði Hvamm vera, gekk honum ferðin seint og varð brátt dauð uppgefinn, endá var pokinn töluvert þungur. Hann staðnæmdist örlitla stund, til að blása mæðinni og reyna að átta sig á, hvert halda skyldi. Snöggvast datt honum í hug að losa sig við bakpokann, en þegar hann ætlaði að fara að leysa hann af sér, fannst honum sem hann sæi vonbrigðasvipinn á börnunum, ef hann kæmi allslaus heim. Hann hætti jrví við lrað, en féll í Jæss stað á linén og bað heitt og innilega til guðs um styrk. Þegar hann stóð á fætur aftur, fannst honum sem hann hefði fengið nýjan kraft og nýja von um að komast heill á húfi heim. Klukkustundum saman brauzt Árni á móti veðrinu, en Jrá varð hann Jress var, að hann var farinn að ganga í hringi, jrá missti hann alla von og þrek og hné magnþrota niður í snjóskafl. Kári gerði útiverkin fyrir föður sinn um daginn, en á milli þess, sem hann þurfti að vera úti, hjálp- aði hann móður sinni eftir megni við jólaundirbúninginn. Þegar leið á daginn og hríðin fór að vaxa, urðu þau mæðginin áhyggjufull um Árna, en yngri börnin hjöluðu í sífellu um jólatré og jólagjafir. Þegar klukkan var orðin rúmlega fimnt, fór móðirin að þvo börnun- um og klæða jrau í sparifötin. Kári einn sat úti í horni og bað þess í hljóði, að faðir itans færi að koma heirn, þótt hann kærni ekki með neinar jólagjafir, bara að hann kæmi. Þegar klukkan var orðin tíu, urðu þau öll vonlaus um, að Árni kæmi um kvöldið. Yngri börnin voru háttuð grátandi, en móðir þeirra huggaði þau með Jrví, að fað- ir Jieirra kæmi á morgun og Jrá fengju þau jólagjafirnar. Kári neit- aði að hátta, hann vildi vaka með rnóður sinni. Þau Jrekktu Árna bæði svo vel, að þau vissu, að hann mundi hafa farið frá kaupstaðnum og ekki snúið aftur, heldur væri nú einhvers staðar að berjast á móti veðrinu. Engir bæir voru á leiðinni frá jrorpinu að Hvammi og Jjví engin von til, að hann kæmist í húsaskjól annars staðar. Þau settu Jrví Ijós út í hvern glugga, krupu síðan niður hlið við hlið og báðu heitt og innilega, báðu guð að gefa

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.