Vorið - 01.12.1945, Blaðsíða 31

Vorið - 01.12.1945, Blaðsíða 31
V O R I Ð 125 þorpinu, stendur drengur og horfir á börnin, sem eru að leika sér úti á ísnum. „Gaman væri að skreppa dálitla stund niður eftir til krakkanna,“ segir drengurinn upphátt. Hann skýzt inn í húsið og kemur óðara út aftur með glampandi stálskauta í hendinni. Því næst hleypur hann niður á ísinn. Þegar hann er að festa á sig skautana, kemur drengur til lians og segir. „Halló, Óli, komdu og sjáðu vök- ina, sem hann Jói í Nesi lenti niður í seinni partinn í dag, þegar hann var að fara yfir um með hestana sína.“ „Já, Nonni, en bíddu á meðan ég er að festa á mig skautana," svar- ar Óli. Að því búnu renna dreng- irnir út á ísinn. Óli og Nonni voru félagar og vinir. Þeir eru á líkum aldri. Óli er 14 ára, en Nonni 12 ára. Þeir eru nýlega fluttir í kaupstaðinn, og eru báðir úr sömu sveitinni. Vaxtarlag þeirra er fremur ólíkt. Nonni er fíngerður í vexti, en Óli er allstór og harðsnúinn strákur. Er eigi trútt um, að Árna, foringja drengjanna í þorpinu, sé nóg um þá félaga, og þó aðallega um Óla, því að eigi er trútt urn, að hann sé hræddur um að missa foringjatign- ina í hendur honum. Þegar þeir fé- lagar nálgast vökina, er hópur barna þar skammt frá. Þegar þau sjá drengina koma, kallar eitt þeirra upp: „Nei, sjáið þið, krakkar, þarna koma aðkomuselirnir og hyggjast að veiða marhnúta í vökinni." „Veiddu þér marhnúta sjálfur," kallaði Óli til baka, en Nonni hnippir í hann og segir: „Góði Óli, vertu ekki að svara Árna, og láttu hann eiga sig.“ Árni kallar aftur: „Vertu ekki að gera þig digran, því að ef þú vilt ekki ræfill heita, þá stökktu á eftir mér yfir vökina." Að svo mæltu skipar Árni börn- unum að fara frá vökinni, hleypur því næst til og stekkur yfir vökina, þar sem hún er mjóst. Vökin er allbreið, en Óli lætur það ekki á sig fá, en rennir sér til og svífur yfir vökina og kemur niður hálfum rnetra framar en Árni. Þá verður Árni uppvægur og stekkur aftur litlu lengra en Óli. Árni segir þá: „Nú ert þú sigraður, nema þú stökkvir lengra, en það getur þú ekki.“ Óli vill ekki láta hann gorta af þessu, hleypur til aftur, hefur sig á loft af vakarbrúninni og stekkur ennþá lengra en Árni. Þá vill Árni reyna einu sinni enn, og hugsar sér að hætta ekki fyrr en hann verði búinn að stökkva lengra en Óli. Þýtu'r hann nú yfir svellið og ætl- ar sér að skjóta Óla ref fyrir rass, en á vakarbrúninni verður kappanum fótaskortur, svo að hann ‘steypist áfram og í vökina. Fer hann á bóla-

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.