Vorið - 01.12.1945, Side 32

Vorið - 01.12.1945, Side 32
126 V O R I Ð kaf, en kemur vonum fyrr upp aft- ur, en sekkur aftur, þar sem hann er ósyndur. Þegar Óli sér, að Arni getur ekki haldið sér uppi, tekur hann af sér skautana, stingur sér í vökina og nær í Arna. Er Iiann þá meðvitundarlaus. Oli kemst með liann að vakarbrúninni, og börnin, sem höfðu þyrp/t að vökinni, draga þá upp úr. Oli reynir strax að gera á Árna lífgunartilraunir, og þegar lionum hefur teki/.t að lífga liann við, kem- ur Nonni og tveir menn með hon- um með sleða. Hafði Nonni farið að sækja hjálp, þegar hann sá. hvernig ástatt var. Er strax farið með Árna Jieim til lians og liann háttaður ofan í rúm. Hresstist liann fljótlega, og mæltist til sátta við Ola og Nonna, og urðu þeir fúsir til þess. Eftir þetta urðu þessir þrír drengir góð- ir vinir. Lýkur svo þessari sögu. Einar Þór Þorsteinsson. Þegar kálfurinn týndist Einu sinni átti pablri kvígukálf, en sá löstur var á honunr, að hann var svo sólginn í að éta föt. Meira að segja höfðum við systkinin ekki frið til þess að fara í sólbað, því að þó sóttist kálfurinn eftir að ná í fötin okkar, hlaupa burt með þau og éta þau. Einu sinni, þegar við fórum að sækja kýrnar, sáum við hvergi kálf- inn, en rákum samt'kýrnar á stöð- ulinn og sögðum frá því lieirna, að kálfinn vantaði. Fólkið var nú kornið iieim af engjunum og fór strax að leita með okkur. Guðrún kaupakona fór fram í Gerði að leita þar, og lirærði upp í öllum pyttum. Loks þóttist hún hafði fundið hann dauðan niðri í einum pyttinum, en þegar til kom, var jrað ekki annað en steinn. Við leituðum nú lengi, en árangnrslaust. Þá hættum við og lórmn að sofa, enda var klukkan orðin tól'f. En um morguninn, jregar pabbi kom út, var það hið fyrsta senr hann sá, að kálfurinn lá mitt á meðal kúnna og var hinn rólegasti. En seinna fréttum við, að hann lrefði rásað austur að jrvottalæknum á næsta bæ, en þar var nýbúið að þvo þvott, og var þvotturinn í stafla á lækjarbakkanum. Kálfinum fannst hátíð að komast í þvottinn og gerði sér lítið fyrir og át tvc> sængurver og eitt koddaver, og svo var hann rólegur við það, að hann kom ekki heim um kvöldið. Arndis Erlingsdóttir, 11 ára, Galtastöðum, Flóa. Kennarinn: „Hvaða dýr er nytsamast, Pétur?" Pétur: „Það er hænan.“ Kennarinn: „Hvers vegna álítur þú það?“ Pétur: „Jú, vegna þess, að það er hægt að borða hana áður en hún fæðist, og líka eftir, að hún er dauð.“

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.