Vorið - 01.06.1949, Blaðsíða 6

Vorið - 01.06.1949, Blaðsíða 6
44 VORIÐ fákurinn, sem aldrei hvarf honum úr minni. Alltaf var hann að hugsa um það, hvernig á honum stæði, hvaðan hann væri, og hvernig hann hefði komizt inn í heiðargirðinguna, sem alls staðar var þó svo traust. Þessum ráðgátum velti hann fyr- ir sér meðan hann sat á vélinni og þangað til verkunum var lokið. Þetta gekk allt svo ljómandi vel, nærri því eins og í draumi, fannst honum. Seint um kvöldið var drukkið aukakaffi. Það var dálítil veizla í tilefni af sunnudags-þurrkuninni. Húmóðirin var hin kátasta, og bóndi lét gamanyrðin fjúka. Allir voru hressir og léttir í lund. Fátt gefur lífinu meira gildi en meðvit- undin um vel unnið dagsverk. Þá verður hvíldin svo fullkomin og hugurinn svo meðtækilegur fyrir hreina og sanna gleði. Þessarar tilfinningar naut Siggi litli í ríkum mæli. Rjóður af eftirvæntingu fór hann til mömmu sinnar og bað hana um rúgbrauðsbita. Svo hljóp hann af stað upp í hagagirðingu. Honum fannst hann mega til með að sjá Gullfaxa aftur. Helzt af öllu vildi hann ná lionum og gæla við hann, ef þess væri nokkur kostur. Veðrið var einstaklega hlýtt og milt. Örlítil þokuslæða læddist fram með hlíðinni. En loftið var heiðríkt. Sjálfsagt yrði þurrkur með morgni. Þess vildi Siggi líka óska. Hann elskaði sólheita sumardag- ana, þegar allt var þrungið litum og ljóma. Nú var hann reyndar dá- lítið þreyttur eftir dagsverkið, en honum leið samt prýðilega vel. En skyndilega stirðnaði hann upp af undrun og ótta. Gullfaxi var horfinn! Siggi ætlaði varla að trúa sínum eigin augum. Fölur og vonsvikinn hljóp hann meðfram læknum, þangað, sem girðingin lá yfir hann. Og sjá, þar í lækjar- hvamminum var Gullfaxi á beit, eins og ekkert hefði ískorizt. Hann var eitthvað svo kyrrlátur og sak- leysislegur, fola-prakkarinn, rétt eins og honum fyndist hann vera þarna með fullri heimild. En jafnskjótt og hann varð Sigga var, þá tók hann eldsnöggt við- bragð, henti sér yfir girðinguna og þaut inn í hrossahópinn. Siggi var allshugar feginn. Og fjarri fór því, að hrifning hans á Gullfaxa minnkaði nokkuð við hina glæsilegu íþróttasýningu. Siggi flýtti sér nú til hrossanna og veifaði lokkandi brauðinu. Áhrifin leyndu sér ekki. Heima- hrossin komu öll sem eitt og nört- uðu í ijrauðið. Gullfaxi sperrti bara eyrun og horfði leiftrandi augum á dreng- inn. Allt í einu virtist hann þó láta undan sterkri freistingu. Augun urðu mild og löngunarfull, eins og

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.