Vorið - 01.06.1949, Blaðsíða 10

Vorið - 01.06.1949, Blaðsíða 10
48 VORIÐ Herra Sigurður Björnsson Hamri Skarðssveit. Jlréfið hljóðaði þannig: Glókollur minn! Pabbi þinn sagði mér, að þú vær- ir búinn að taka ástfóstri við Sóta minn, eða Gullfaxa, eins og þú kall- ar hann. Það lítur út fyrir, að folinn kunni lielzt til vel að meta þetta dálæti þitt. Hjá mér vill hann ekki tolla, hvernig sem á því stendur. Fyrir mig er þetta auðvitað skrambi slæmt. Við það ætla ég þó að sætta mig, fyrst folaskömmin tók upp á þessari óvenju. Ég er nú kominn á þá skoðun, að bezt sé, að þú eigir folann, fyrst hann endilega vill til ykkar þarna norður frá. Ég treysti því, að þú farir vel með liann og ofbjóðir honum ekki í neinu. Þetta er kjörgripur, sem ég vona, að þú njótir vel og lengi. Folann átt þú að borga með vin- áttu þinni. Hana þykir mér gott að eiga, og vel getur verið, að ég heim- sæki þig, áður en langt líður. Berðu foreldrum þínum kæra kveðju mína. Með þökk fyrir síðast Þorkell Þorkelsson. Bréfið datt úr höndum Sigga litla. Svo réð hann ekki við fögnuð sinn, en hrópaði í ofsagleði: „Nú á ég Gullfaxal Gullfaxi minn!“

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.