Vorið - 01.06.1949, Blaðsíða 25

Vorið - 01.06.1949, Blaðsíða 25
VORIÐ 63 má ekki lieldur gleyma, því að a£ þeim má oft eitthvað læra. En þetta er líka fyrsta nótt nýja árs- ins! Hún kemur með loforð, ósk- ir og vonir. ANNAÐ BARN: Og við erum hér einsömul. KI.UKKAN: Verið ekki hrygg yfir því, því að þess vegna fáið þið að heyra og sjá meira en aðrir. — Nii eruð þið ekki myrkfælin. Er það? FYRSTA BARN (hálf-undrandi): Nei, ég er ekki nokkra vitund hrædd! KLUKKAN: Er ykkur nokkuð kalt? ANNAÐ BARN: Nei, hér er hlýtt og notalegt. KLUKKAN: Þá má ég fara. Bráð- um koma aðrir til ykkar. (Andlitið á klukkunni hverf- ur. Hér á helzt að spila á hljóð- færi, t. d. „Nú árið er liðið í ald- anna skaut". Einnig má syngja bak við tjaldið. Hljóðfærasláttur- inn eða söngurinn á að byrja mjög veikt, fá smátt og smátt eðli- legan styrkleika, dofna hægt og hægt, og deyja síðan út. — Sé ekki hægt að koma við söng eða hljóð- færaslæti, skal vera einnar mín- útu þögn. Sé hægt að tempra birt- una, á hún að styrkleika að fylgja hljóðfæraslættinum eða söngn- um.) TÍMINN (kemur inn): Ég er tím- inn. Tíminn heldur alltaf áfram, en er þó alltaf nálægur. Ég gæti verið liræðilega gamall, en er þó alltaf ungur. Ég eldist aldrei. Á hverju augabragði verð ég ung- ur. Á hverri stundu kem ég með eitthvað nýtt, og þó er þetta nýja alltaf gamalt. — Nú er eitt ár lið- ið. Eins og öll önnur ár. Og þó er það ekki alveg eins. VETURINN (kemur inn): Nýja árið kemur. Ég tek á móti því, eins og ég er vanur. Ég óska, að það verði gott ár. TÍMINN: Já, það ert þú, vetur, sem tekur á móti heiðursgestun- um. Til þín koma jóladagur og nýársdagur, þrettándinn og ösku- dagurinn. En þú hefur nógan tíma. VETURINN: Já, haustið þreytist oft snemma, fer alltaf í nóvem- ber og stundum fyrr. Þá verð ég að fara að búa til ís og snjó fyrir skauta og skíði. TÍMINN: Og þá ertu velkominn. VETURINN: Já, já. Það þarf mik- inn snjó til þess að bæði sé skíða- færi og sleðafæri. Það þarf norð- anvind, svo að snjórinn fjúki í fannir. Þetta þarf allt að vera til- búið fyrir hátíðar. TÍMINN: Þú hefur nú jólasnjóinn ekki alltaf tilbúinn. VETURINN: Sá, sem hefur mikið að starfa, eins og ég, getur ekki alltaf haft allt tilbúið í tæka tíð. TÍMINN: Stundum ertu líka held- ur seinn að koma snjónum og

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.