Vorið - 01.06.1949, Blaðsíða 22

Vorið - 01.06.1949, Blaðsíða 22
60 V O R I Ð Næstu nótt gat Leifi ekki sofið Hann var reiður. Hann var reiður við alla, en reiðastur var hann þó sjálfum sér fyrir montið. Leifi hugsaði um þetta fram og aftur. Stundum var hann staðráðinn í því að strjúka og gerast útilegumaður, stundum ætlaði hann heim og fara aldrei í sveit framar. En að síðustu sá hann þó, hvað var réttast í þessu máli. Og livað haldið þið, að það hafi verið? Næsta morgun fór hann með hinum krökkunum í sundið. Þeg- ar þangað kom, gekk hann beint til kennarans og bað hann afsök- unar á framkomu sinni í gær og bað hann að kenna sér að synda. Kennarinn rétti honum hendina og brosti og sagði, að sér væri það sönn ánægja að kenna honum, en hann mætti þá aldrei skrökva að sér framar. Leifi lofaði þessu og ég lield, að hann liafi aldrei svikið það loforð. Þegar lteim kom um kvöldið, sögðu þau Jói og Gunna pabba sínum frá öllu þessu ævin- týri hans Leifa. Pabbi þeirra bað þau að minnast aldrei á þetta við hann og segja ekki nokkrum manni frá þessu. Svo gekk hann til Leifa, tók í hönd hans og sagði: „Jæja, Leifi minn. Ég vona að þetta hafi verið þér næg viðvörun, og ég vona, að hún verði þér til góðs. En vegna þess, hversu þú komst kurt- eislega fram í dag við kennarann, þá ætla ég að lofa ykkur krökkui^- um að fara fram að Urriðavatni á morgun, og þú mátt fá hann Bleik lánaðan, þú veizt, að það er bezti hesturinn minn.“ Verðlaun Enn hafa engar ráðningar borizt við þrautinni um kúlurnar, sem birtist í 1. hefti þ. á. Verðlaun verða veitt fyrir rétta ráðningu. Og berist fleiri en ein rétt ráðning verður dregið um þær. Sendið ráðningar sem fyrst. Til lesendanna í fyrra var byrjað á myndasögunni af Káta-Láka hér í blaðinu. Nú langar okkur til að heyra álit ykkar á þessari myndasögu. Eigum við að halda henni áfram? Gaman væri að heyra álit ykkar um fleira blaðinu viðvíkjandi. Hvaða efni viljið þið helzt liafa í því? Hverju mætti sleppa? Gott mannsefni Tól£ ára drengur kom frá góðu heimili á vinnustoíu 1 kaupstað. Einn af fyrstu dög- uuum bauð formaðurinn honum glas af öli. „Nei, þökk," sagði pilturinn. ,.Eg bragða ekki áfengi." „Eg hef ekki bindindismenn hér" sagði verkstjórinn. „Jú. mig," svaraði pilturinn einarðlega. „Jæja," sagði verkstjórinn valdsmannslega, „en hér ræð ég. Ef J>ú vilt ekki drekka ölið, þá helli ég því yfir þig." „Hellið því J>á bara yfir mig," sagði pilt- urinn. „Eg kom hingað i morgun í hreinum fötum með hreina skapgerð. Þér getið atað fötin mín, en skapgerð minni læt ég engan spiUa."

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.