Vorið - 01.06.1949, Blaðsíða 30

Vorið - 01.06.1949, Blaðsíða 30
68 VORIÐ rakst á hruflótta og raka veggi. Það var ekki laust við, að hann yrði smeykur og færi að iðrast gerða sinna. Hann lagði hægt af stað og hrasaði um eitthvað. Það var beina- lrrúga. Pétur fann, að hárin risu á höfðinu á honum, þegar hann hugs- aði um það, af hverju þeir hefðu dáið, þessir veslingar, sem farið höfðu þessa leið á undan honum. Stundum óð hann í hvimleiðri, límkenndri bleytu, og stórar rottur stukku yfir ristina á honum. Pétur gekk og gekk, og rakst stöðugt á fleiri mannabein, en ekki varð hann fyrir neinu slysi. Loks sá liann glætu af dagsbirtu langt í burtu, og þá fór hann að flýta sér, hræddur og ákafur í senn. Hann liljóp, hrasaði og rann, og loksins konrst hann alla leið. Hann sá enga lifandi veru utan við múrinn. En samt var hann dá- lítið smeykur ennþá. Allt var svo dásamlega fallegt; Pétur liafði aldr- ei séð slíka fegurð. Utan við múr- inn breiddust græn engi í allar átt- ir, prýdd fegurstu vorblómurn. Nokkur tré stóðu saman í hnapp hér og þar, lækur liðaðist eins og silfurbelti um engin og hvarf inn á milli trjánna. Pétri fannst litlu blómin, senr stráð var á grænar grundirnar, líkjast mest útsaumuðu rósunum á kjólnum kóngsdóttur- innar inni í borginni, þessar voru bara miklu fallegri. Um inngang- inn í múrinn vafðist grænn vafn- ingsviður, og á honum fann Pétur stór og ilmandi blóm. Pétur herti upp hugann og steig öðrum fætin- um varlega á grasið. Það lét ekki undan, og bráðlega hljóp hann frá öðru furðuverkinu til annars. Hann faðmaði trén að sér, og hann lék sér við fiskana í læknum, og hann kunni sér engin læti af fögn- uði, þegar hann rakst á íkorna, sem gerðist strax leikfélagi hans. Hann gekk umhverfis borgarmúrinn, allt var svo yndislega fallegt, og hvergi rakst hann á óvini. Hann varð góð- ur vinur dýranna og söngfuglanna, og litli íkorninn fylgdi honum eins og skugginn hans. Svo leið nokkur tími, en þótt Pétri fyndist hann vera kominn til Paradísar, var hann þó ekki ham- ingjusamur með öllu. Hann gat ekki annað en hugsað um veslings, villuráfandi sauðina inni í borg- inni. Hann vildi gjarnan hjálpa þeim til að kornast út úr myrkrinu, sem þeir lifðu í af fúsum vilja. Elann vildi, að þeir gætu líka notið alls þess fagra, sem hann sá. Einn góðan veðurdag fór hann aftur inn í dimmu göngin. Nú var hann óhræddur. Hann hugsaði með meðaumkun til aumingja fólksins, sem hafði dáið þarna af skelfingu áður fyrr. Pétur flýtti sér að borgar- hliðinu og barði þar og lamdi, svo að borgarbúar urðu alveg frá sér af ótta. Þegar Pétur varð þess var, að þeir hlustuðu, hrópaði hann:

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.