Vorið - 01.06.1949, Blaðsíða 38

Vorið - 01.06.1949, Blaðsíða 38
16 V O R I Ð Úr heimi barnanna B RÉF T I L V O RSI N S Kæra Vor! Gleðilegt sumarl Nú er sumarið komið með sól- skin og yl. Veturinn horfinn, en samt mun minning hans lifa í hjörtum okkar barnanna, bæði eldri sem yngri. Það er gaman að sjá blessaða sól- ina skína, sjá fuglana koma, og syngja þeir þá um leið gleði í hjörtu okkar mannanna. Aldrei ler það svo, að maður hlakki ekki til sumarsins, því að þá skeður svo margt. Grasið fer að spretta, og blómin fara að teygja kollana upp úr jörð- unni og springa út, og ilmur þeirra og fegurð breiðist út um allt. Lækirnir koma lioppandi silfur- tærir ofan fjallshlíðarnar. Ekki má gleyma fegurð fjallann, þegar sum- arsólin skín á tinda þeirra; þá er nú gaman að lifa og fá sér göngu upp á fjöllin og skoða gróður þeirra, hóla, dali, lautir og steina. Og ekki má þá gleyma kindunum, þegar þeim er sleppt á fjöll eftir burðinn. Og kúnum, sem hafa beð- ið allan veturinn eftir að fá að koma út og bíta hið iðgræna gras. Svo eru hestarnir; þeim er sleppt upp í fjöllin, og þá er gaman að láta gamminn geisa fram um grund- ir og móa. Svona mætti lengi rekja komu sumarsins; allir eru svo glaðir og frjálsir. Og svo kemur blessuð hey- vinnan og allt, sem henni fylgir. Hún stælir mann og eykur vinnu- gleðina. Af þessu öllu má gleðjast, og því þá ekki að njóta gleðinnar. En eins þykir mér nú gaman að fá

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.