Vorið - 01.06.1949, Blaðsíða 36

Vorið - 01.06.1949, Blaðsíða 36
74 VORIÐ DÆMIN Það horfir á mig, hjartans barnið mitt, sem hefur numið fátt, — því það er ungt. Það kann ei ráð, mér réttir spjaldið sitt, þvi reikningsdœmið fmnst þvi helzt til þungt. „Má dæmið, pabbi, ekki eiga sig, eða’ ef til vill þú reiknar fyrir mig.“ „Þu átt að reikna, elsku barnið mitt; ég er með þessu að reyna að kenna þér. Eg gæti raunar reiknað dæmið þitt, og rétt það yrði vitaskuld hjá mér. Við dæmin þu7ig þér á að vaxa vit, þú vitkast aðeins við þitt hugar- strit.“ Þín leita’ ég, Guð, ó, Ijúfi faðir minn! Þvi lífsins gátur flóknar verða mér; mér finnst ég vera orðinn uppgef- inn, og enga ráðning hugur minn þá sér. Eg hefi reynt að reikna dœmið mitt; þú reikaiar þetta fyrir barnið þitt? I helgri þögn ég heyri svarið þitt: — „Min hjálparmund þér verður ávallt nær, við gátur lifsins glim þó, barnið mitt, ég gaf þær, til þess að þú réðir þær. Við þœr þér á magnast m a n n ú ð, v i t og m á t t ur "sálar við þitt eigið strit.“ Sig. Kristófer Pétursson. Lífsreglur 1. Geymdu aldrei til morguns það, sem þú getur gjört í dag. 2. Gerðu aldrei öðrum fyrirhöfn með því, sem þú getur gjört sjálfur. 3. Hreyktu þér aldrei af kostum, sem þú ekki hefur. 4. Kauptu aldrei ónauðsynlega hluti, að- eins af þvi, að þeir eru ódýrir. 5. Uppskafningsliáttur er dýrari en fatnað- ur, fæði og drykkur. 6. Við þurfum aldrci að iðrast þess að cta minna en við getuin etið. 7. Ekkert er erfitt, sem gjört er af góðum vilja. 8. Hafðu aldrei áhyggjur yfir þvi, sem þú veizt ekki, hvort fyrir þig kemur. 9. Horfðu á allt frá hagkvæmustu hlið. 10. Sértu reiður, þá teldu upp að tíu, áður en þú svarar. cn sértu öskuvondur, þá teldu upp að hundraði. í skólanum. Kennarinn: ..Hvers vegna komst þú of seint í skólann í dag, Ketill?" Ketill: „Klukkan okkar var o£ sein.“ Kennarinn: „En þú. Sverrir?" „Ég fann ekki skólabækurnar mínar." Kennarinn: „En þú. Kári? (Kári fer nð gráta). En hvers vegna grætur þú?“ „Kári: „Hinir hafa sagt það. sém ég ætl- aði.... Og nú veit ég ekki, hverju ég á að kenna um.“

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.