Vorið - 01.06.1949, Blaðsíða 31

Vorið - 01.06.1949, Blaðsíða 31
VORIÐ 69 >»Opnið þið! Það er ég, Pétur klæð- skerans! Það eru engir óvinir fyrir utan múrinnl" En borgarbúar héldu, að þetta væru óvinur þeirra, sem hefði fyrst drepið Pétur og væri nú að reyna að blekkja þá. Þeim varð það því fyrst fyrir, að styrkja borgarhliðin sem bezt, og hermennirnir í fall- byssuturnunum fengu skipun um að skjóta. Pétur átti því ekki á öðru VÖI, en snúa við, úr því að ekkert stoðaði að reyna að snúa borgarbú- um frá villu síns vegar. Þegar hann kom út aftur, gekk hann upp á hól, lagðist út af og fór að hugsa. Yfir höfði honum þrumuðu skotin, en hann lét sig það engu skipta, því að byssunum var miðað svo hátt, að þær hittu aldrei nokkurn skapaðan hlut. Ikorninn kom nú niður úr tré og talaði við Pétur. Hann lagði til, að Pétur færi til vindsins, eldsins og vatnsins og spyrði þau ráða. Þau gætu kannski hjálpað lionum til að reka hina sauðþráu borgarbúa úr hreiðri sínu. Þetta gerði Pétur, en fékk enga hjálp. Vindurinn gat auðvitað hamazt á múrunum og húsunum, en þá hlutu margir að farast. Eld- Urinn gat líka geisað í borginni, en þá mundu margir deyja líka, og svo mundi þá vatnið drekkja þeim, sem hæmust undan vindi og eldi. Pétur var óhuggandi, en þá kom emn af vinum hans, fuglunum, og sagði: „Við skulum hjálpa þér.“ Svo tóku fuglarnir falleg blóm í nefin og flugu yfir múrinn og inn í borgina. Þá steyptu þeir sér eins og örskot yfir götunum og létu fallegu blómin detta niður. Borgarbúarnir höfðu aldrei séð neitt eins fallegt og fuglana og nú urðu þeir alveg forviða, og ein- hver óþreyja og löngun greip þá. í blómunum voru fræ, sem festu rætur í hverri sprungu, sem mold var í, og áður en langt um leið, fóru fallegar jurtir að fika sig upp eftir húsveggjunum. Borgararnir urðu hissa á þessu, en það gladdi þá innilega. En svo varð aftur gauragangur í borginni. Piltur nokkur sagði hverjum, sem hafa vildi, að hann væri sannfærður um, að það hefði verið Pétur klæðskerans, sem bar- ið hefði á borgarhliðið, og að blóm- in fögru og jurtirnar væru kveðja frá Pétri. Pilturinn var dæmdur til dauða eins og Pétur. En hann var viss um það, eins og Pétur, að hann mundi ekki hitta neina óvini hin- um megin við göngin, svo að hann gekk áfram óhræddur, unz hann kom út hinum rnegin, og þá varð nú heldur en ekki fagnaðarfund- ur, þegar þeir hittust, liann og Pét- ur klæðskerans. Pilturinn fór nú eins að og Pét- ur, hann sneri við, barði á borgar- hliðið og kallaði: „Þetta er Mar- teinn matsveinn! Ég átti að skila

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.