Vorið - 01.06.1953, Blaðsíða 3
APRÍL—JÚNÍ 1953
VORIÐ
2.
HEFTI
19. ÁRGANGUR
Marteinn frændi
Barnaleikur í 3 þáttum eftir KAARE B. LORENTZEN.
HELGI VALTÝSSON þýddi.
LEIKENDUR: Frú Björg, Bína, systir hennar, Marteinn frændi, mágur frú
Bjargar, Eva, Lísa, Eiríkur, Finnur, böm frú Bjargar. Trína,
vinnukona frú Bjargar.
LEIKSVIÐIÐ er dagstofa frú Bjargar.
fátækrabrag.
1. ÞÁTTUR.
Bína frænka gengur um stofuna og
þurrkar ryk. Eva, Finnur og Eiríkur
sitja við lexíur sínar.
EVA: Æ, svei, skyldi annars nokkuð
vera 'eins hundleiðinlegt og lexí-
ur?
FINNUR: Já.
EVA: Jæja, mætti ég spyrja, hvað
það er?
FINNUR: Stelþur.
EVA: Sei, sei, þorskhausirin þinn,
strákar eru þá líklega svo miklu
mætari, pu!
EIRÍKUR: Nei, liættið þið nú
þessu, ég get ekki lesið neitt, þeg-
ar þið eruð að þessu rifrildi. Ég
skal annars segja ykkur, hvað er
verra en lexíur, það er fólk sem
- Stofan er snotur og ekki með neinum
alltaf er að rífast, hvort sem það
eru strákar eða stelpur
FRÆNKA: Æ-i, að þið skulið nú
alltaf vera að rífast, verið þið nú
dugleg, börn, og jæja, þá er ég nú
búin að þurrka rykið.
FINNUR: Þú ert dugleg, skal ég
segja þér, frænka.
FRÆNKA: Já, er ég jrað ekki, nú á
ég bara eftir spegilinn, sem Mar-
teinn frændi vann einu sinni.
EVA: Frænka!
FRÆNKA: Já, hvað nú?
EVA: Hvernig lítur Marteinn
frændi út? Heldurðu, að hann
komi nokkurn tíma hingað?
FRÆNKA: Hvort hann kemur
hingað, veit ég ekkert um, og nú
er svo langt síðan ég sá hann, að
/