Vorið - 01.06.1953, Blaðsíða 18

Vorið - 01.06.1953, Blaðsíða 18
5G V O R I Ð íþróttum búin. En einu gildir hvernig þau komu niður. Eftir augnablik voru þau kornin á spena sína og sugu og sugu, því að speni er lambslíf, og mesta þráin í lífinu er sopinn, minnsta kosti í dag. Það var fljótgert að gefa heyið í garðana, því að nú orðið var gefið knappt af heyfóðri á Flötum. Það er til tugga handa skepnunum í dag, á morgun og liinn daginn lík- lega. En hvað verður svo daginn þar á eftir? Hainingjan lijálpi þeim, sem ekkert á til að gefa lambánum sínum. En nú sá drengurinn nokk- uð. Doddi heitir hann. Þrjár eða fjórar ær eru lagstar í króna frá garðanum hálfum af heyi. — Hvað er þetta, pabbi, sagði hann ,þær éta ekki Iieyið, ærnar. — Já, við verðum að taka frá þeim lömbin. — Nú? spurði drengurinn. — Já, þetta eru tvílembur með mánaðar og fimm vikna gömul lömb. Þau eru búin að naga þær svo, að spenarnir eru orðnir blóð- risa. Svona verja Jrær sig fyrir krökk- unum sínum, þegar þeir eru orðnir of frekir. Nú fóru þeir niður í krærnar og tóku stærstu lömbin burtu. Hppi í hlöðu var stía og jata í stíunni, lítil jata er með ilmandi smáheyi, indæl- is lambamat. Lömbin voru orðin Jjessu vön og röðuðu sér á jötuna, nærri eins og fullorðið fólk við mat- borð. Þau fóru strax að éta hey. Það var þeirra gjöf. Þetta voru stór, stór iömb og bústin. En mæður þeirra urðu fegnar að losna við stóru vargana um stund og gátu nú etið gjöfina sína í næði fyrir þeim. Þegar ærnar höfðu gleypt tugguna sína, fengu þær fóðurmjöl. Og stóru liimbin í stíunni fengu líka fóðurmjiilssoppu í sína jötu. En við höfum ekki tíma til að dvelja hér lengur í lambærhúsinu. Það er fleira að sjá í vorharðindum. Sama Iiríð, sami renningur. Nú er hann meira að segja að ganga að ineð nýja hríðarkólgu. Móti hríð- inni kom snjótittlingahópur fljúg- andi. Þeir Jryrluðust um hríðarkóf- ið yfir ærhúsinu, margir, margir fuglar, einir 100 eða 200 máske. Snarir og skjótir, litlir fuglar, sem venjulega eru kallaðir sólskríkjur á Jiessum árstíma. Þeim er ekki kalt. Þeir eru vanir við mótblásturinn. En þeir bera sig sultarlega, litlu skinnin. — Ég ætla að sækja handa þeim salla, sagði Doddi og fór aftur inn í húsið og gekk til hlöðunnar. En faðir lians hélt til hesthúss að gefa hrossunum. Drengurinn sópaði hlöðugólfið. Þar eru fræ og fis, sem hrunið hel'ur úr heyinu. Hann fékk slatta í poka. Þegar hann kom út, voru allir tittl- ingarnir flognir út í veður og vind, horfnir út í sortann og dimmuna. En hann hafði varla kastað úr pok- anum á skaflinn, er þeir voru komn-

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.