Vorið - 01.06.1953, Blaðsíða 15
Þegar Steini gekk í stúku
Steini sitnr við borðið og les í
bókinni: Palli var einn í heiminmn.
Pabbi hans situr í hornstólnum og
reykir í pípu sinni.
„Hvers vegna reykja menn,
pabbi?“
„Af því að menn haíar vatiið sig á
það.“
„Er gaman að reykja?“
„Það finnst sumum, en ég Iteld,
að það sé bara ávani.“
„Er hættulegt að reykja?“
„Já, það spillir heilsunni. Eink-
um er hættulegt fyrir börn og ungl-
inga að reykja."
„Mega þeir reykja, sent eru í
barnastúku?“
„Nei, það er alveg bannað að
reykja í barnastúkunni. Þú ættir að
•ganga í stúku, góði minn.“
„Má eg það? Er eg orðinn nógu
gamall?“
,,]á, þú ert nú orðinn 7 ára, svo
að þú getur gengið í stúku. Það er
barnastúkufundur á morgun.“
„Ég ætla að gera það, pabbi
minn.“
Einum degi síðar.
„Ertu korninn ,góði minn,“ sagði
mamma við Steina daginn eftir.
„Ertu nú búinn að ganga í barna-
stúkuna?"
„Já, mamma. Það var ákaflega
gaman. Það var spilað og sungið, og
svo var leikið. En ég má ekki segja
neinum umgangsorðið.“
„Jæja, góði rninn. Það er gott, að
þú skyldir liafa gaman af þessu. Nei,
ekki skal ég grennslast eftir um-
gangsorðinu."
„Er búið að sækja mjólkina,
mamma?“
„Nei, ekki er það nú.“
„Eg skal sækja hana.“
„Það er ágætt. Hérna er mjólkur-
brúsinn."
„Steini hvarf út úr dyrunum. En
mamma hans skildi ekkert í, hve
viljugur hann var að sækja mjólk-
ina. Hann var ekki vanur því.
„Hérna er mjólkin, mamma. Það
var mikil ös í mjólkurbúðinni."
„Þakka þér fyrir, góði minn. —
En það eru ljótu vandræðin með
þetta símskeyti til hennar Gunnu.
Það var sent hingað, af því að fólkið
hennar hefur álitið, að lnin væri
hér. Og skeytið getur verið áríð-
andi. En það er langt i'ram að
Grund, og ég hef engan til að senda,
„Þarf það að komast í dag?“
„Já, helzt þyrfti það ]>ess.“