Vorið - 01.06.1953, Blaðsíða 33

Vorið - 01.06.1953, Blaðsíða 33
V O R I Ð 71 hjáipar aldrei neitt til nema pabbi hafi í hótunum við hann.“ „Við megum ekki vera að því,“ svaraði I.nga. „Við þurfum í skól- ann.“ „Já, fyrst eftir einn klukkutíma," svaraði María, „svo að þið hafið góðan tíma. Nú gengur ekki að korna sér undan þessu. Eg veit vel, að þið viljið velta öllu ylir á mig. Og ]}ið megið vera vissar um, að þið skuluð líka fá að hjálpa mömmtt, þegar hún kemur aftur heim.“ „Gættu að sjálfri ]rér,“ svaraði Berta. „Þú hjálpar ekki mömmu heldur. Burstáðu skóna sjálf. Við ætlum að fara í boltaleik við Möggu.“ Þær héldu, að þær myndu komast úl, en María var snör í snúningum. Andartaki síðar voru þær l'rammi í eldhúsi. Hurðin var læst, og fyrir framan þær lá hrúga af óburstuðum skóm. Þetta líkaði litlu stúlkunum illa. Þær vildu helzt fá að leika sér. Nú sátu þær hér og fengu ekki að fara út fyrr en þ;rv vrjru búnar að bursta skóna og raða þeim við vegg- inn. Við miðdegisverðarborðið kærðu þær Maríu fyrir pabba sínum, en hann hló bara að þeim. Hann stillti sig þó um að hlæja hátt, þegar hann heyrði, hvað dóttir hans hafði geng- ið rösklega fram. Það, sem hún hafði áður neitað, fékk luin nú systkini sín til að gjöra. — Faðir hennar vonaði, að þetta mundi kenna henni, hve mikils virði er að fá hjálp, sem veitt er af Ijúfu geði. Karl sat og liktaði við matinn. Ekkert þeirra hafði lag á að lokka hann til að borða. Þegar hafragraut- urinn var of þykkur, eða sósan við- brennd, bragðaði hann ekki á matn- um. Hann þreifst ekki, nema með umhyggju móður sinnar. Og María hafði hvorki löngun né tíma til að hafa eins mikið fyrir honum og móðir hans gerði. Og árangurinn varð ekki góður. Og fleira var að við hirðingu barnanna. Bæði Berta og Inga voru óhreinar um hálsinn og með svartar neglur. Faðir þeirra hristi stundum höf- uðið, þegar hann kom auga á van- hirðingu barnanna, annars var hann mjög þolinmóður. Hann skildi, að ekki var hægt að krefjast alls af Maríu. Hún hafði meira en nóg að gera og vann baki brotnu. „Eg finn til í hálsinum,“ sagði Karl, þegar María sendi hann út til að leika sér. IIin börnin voru farin í skólann. Berta hafði að vísu gleymt pennástokknum sínurn, en María gætti þess ekki eins og mamma hennar hafði gjört. Hún varð að gæta að dótinu sínu sjálf. Henni var mátulegt að fá ávítur í skólanum, ef til vill mundi hún þá betur eftir skóladótinu sínu næst. Nú voru Kar.l og María bara ein aftur heima. Karl var alltaf fyrir henni. Hann var svo viðkvæmur, og þurfti alllaf á hjálp að halda. Á

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.