Vorið - 01.06.1953, Blaðsíða 39

Vorið - 01.06.1953, Blaðsíða 39
V O R I Ð 77 VORKOMA. Vorið kemur hægt og hljótt, liellir líii yfir byggðir. F.kki gjeymast ástir skjótt, og engum þykir veðrið ljótt. Því skal nú á fætur fljótt, fagrar iðka góðar dyggðir. Vorið kemur hægt og hljótt, liellir lífi yfir byggðir. Fyrsti guðdómsgeislinn skín glaður yl’ir fjallabrúnir. Og sólin, blessuð sólin mín, sindra fögru Ijósin þín. Blómin teygja blöðin sín, birtast ýmsunr vorsins rúnir. Fyrsti guðdómsgeislinn skín glaður yfir fjallabrúnir. Gerist mörgum glatt í lund. Góðir vorsins englar syngja. Vorið græðir grænan lund. Gæftir verða út um sund. Karlmenn róa á fiskifund. Fagurt vorsins klukkur hringja. Gerist mörgum glatt í lund. Góðir vorsins englar syngja. Jóna Edith Jóns, 9 dra. Akureyri. ★ BRÉFASKIPTI. Við óskum eftir bréfaskiptum við jafnaldra einhvers staðar á landinu. Æskilegur aldur pennavina til- greindur í svigum. 5 fyrstu börnin óska eftir að mynd fylgi bréfinu. 1. Jósefína Friðriksdóttir (14—15), Hrafnabjörgum, Jökulsárhlíð, N.-Múl. 2. Magnhildur Friðriksdóttir (11 — 12), sanra stað. 3. Stefanía Hrafnkelsdóttir (17— 18), Hallgeirsstöðum, Jökulsár- hlíð, N.-Múl. 4. Dvalinn Hrafnkelsson (12—13), sama stað. 5. Einar O. Hrafnkelsson (13—14), sama stað. 6. Sveinn S. Guðmundsson (11— 12), Hrafnabjörgum, Jökulsár- hlíð, N.-Múl. 7. Petra S. Sverrisen (12—14), Lax- árdal, Þistilfirði, N.-Þing. 8. Guðrún Þórðardóttir (14—16), Ljúfustöðum, Kollaf., Strand. 9. Hadda Rúna Benediktsd. (17 —19), Steinadal, Kollaf., Strand. (Mynd fylgi). 10. Finar Hrólfsson (11—14), Svein- ungavík við Raufarhöfn. 11. Skúl i Magnússon (16—18), Bal 1 - ará, Dalasýslu. 12. Aðalsteinn J. Maríusson (13— 17), Ásseli, Langanesi. 13. Sigmar Ó. Maríusson (17—20), sama stað. 14. Aðalbjörg Karlsdóttir (9—10), Mýri, Bárðardal.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.