Vorið - 01.06.1953, Blaðsíða 37

Vorið - 01.06.1953, Blaðsíða 37
V O R I Ð 75 Úr heimi harnanna ÞEGAR FJÁRPRÝÐI FÓR í lÍEKINN. Það var einu sinni í hittið i'vrra vor, að ég var að ganga uppi í l jalli nteð Krunnna kúasmala. (Hann lieitir reyndar Snæbjöril og er frændi minn frá Akureyri, og 4 ár- um eldri en ég.) Við vorum að svipast um eftir kindum, en allt í einu Itéyrðúm við ámáttlegt jarm í fjallinu fyrir ofan okkur, svo að við löbbuðum ögií upp eftir, en þá sá ég á kindarhaus upp úr fönn í gili. Það var lækur undir fönninni og þarna stóð kind- in undir bunu og var henni voða kalt. Við reyndum að draga hana upp, en gátum það ekki. Þá fór ég heim að sækja pabba, en Krummi beið hjá kindinni. Ég hljóp alveg eins og ég komst og varð svo móð, að ég gat varla tal- að. Pabbi fór strax af stað, og ég sagði, að hann yrði að vera fljótur, en ég varð eftir heima. Svo þegar pabbi var búinn að hjálpa Fjár- prýði upp úr læknum, tór hann að smala með Krumma og kveikja í sinu. Þá þótti mér vont að vera lieima. Eftir þetta kölluðum við Fjárprýði alltaf Lækjardettu. Hún gat varla gengið, þegar hún kom upp úr læknum, og þc> sagði pabbi, að hún hefði ekki getað verið þar nema tvo klukkutíma. Svo vantaði líka eina ána seint í fyrravetur. Pabbi og Siggi frændi leituðu strax með öllum lækjum, en fundu hana ekki. Svo fóru þeir að athuga, hvaða ær þetta væri, þá var

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.