Vorið - 01.06.1953, Side 40
78
V O R I Ð
DÆGRADVÖL
1. Hvar bjó Flosi Þórðarson, sem sagt
er frá í Njálu?
2. Hvaða skáld orti kvæðið: Heim-
koman?
3. Hvaða jurt er kölluð Drottning
blómanna?
4. Hver var brúður Halls Gissurarson-
ar í brúðkaupinu á Flugumýri?
5. í hvaða fjöllum var eldgýgurinn,
sem gaus 1875?
6. Hvaða mann sendi Noregskonungur
hingað á landnámsöld til að leggja
landið undir sig?
7. Hver komst lífs af úr Njálsbrennu?
8. Hvert er nýjasta leikrit Davíðs Stef-
ánssonar?
9. Við hvaða fjörð er Bíldudalur?
10. Hvaða bók gaf „Æskan“ út 1945, þar
sem Pétur og Páll voru söguhetjur?
11. Hvaða skáld orti þessa vísu:
Komir þú á Grænlands grund
gerir ferð svo langa.
Þér vil ég kenna að þekkja sprund,
sem þar á buxum ganga.
12. Hvaða fugl með háa, rauða fætur,
rautt nef, dökkt bak og hvítur að
neðan, er algengur við sjó?
13. Hvaða fugl er einkum á ferð á nótt-
unni?
14. Við hvaða stofnun stendur mynda-
stytta af Snorra Sturlusyni?
Fyrstu stafirnir í svörum við þessum
spurningum mynda þekkt bæjarnafn.
Hver eru svörin og hvert er bæjarnafn-
ið? í einni spurningunni er d fyrir ð.
Verið dugleg og sendið margar ráðn-
ingar. Þær þurfa að vera komnar fyrir
1. september. Verðlaun verða veitt.
Ráðning á dægradvöl
1. Böðvar. 2. Reynistaður í Skaga-
firði. 3. lngimar Eydal. 4. Margrét Vig-
fúsdóttir. 5. Ok. 6. Guðmundur ríki. 7.
Björn Jónsson. 8. Ofnasmiðjan h.f.,
Reykjavík. 9. Dægradvöl. 10. Andrés
Björnsson. 11. Reyðarfjörður.
Fyrstu stafimir í þessum svörum
mynda bókarheitið: Brim og boðar.
Alls bárust 44 ráðningar og voru 36
þeirra réttar. Dregið var um verðlaunin
og hlaut þau Guðný Sigurðardóttir,
Rauðumýri 1, Akureyri, og voru þau
bókin „í skugga Evu“.
„Vorið“ vill minna lesendur sína á
samkeppnina um barnateikningar, sem
tilkynnt var um í síðasta hefti. Verið
dugleg og sendið margar myndir. I
þessu hefti er saga um danskan dreng,
sem tók þátt í svipaðri samkeppni og
sigraði.
RÁÐNING Á GÁTUM í SÍÐASTA
HEFTI.
1. Skór. 2. Kirkjulykill. 3. Þjöl. 4.
Ketill.i 5. Ullarkambar.
GAMAN OG ALVARA
Móðirin: „Hvers vegna getið þið ekki
verið sammála, börn?“
Palli: „Við erum sammála. Ég vil fá
stærra eplið, og hún vill einnig fá það.“
Einar litli hafði verið óþægur, og
faðirinn spurði:
„Veiztu, hvað stendur þarna úti í
horninu?"
Einar: „Það er stafurinn þinn.“
Faðirinn: „Veiztu til hvers ég ætla að
nota hann?“
Einar: „Þú ætlar sjálfsagt að' ganga
við hann.“