Vorið - 01.06.1973, Síða 20

Vorið - 01.06.1973, Síða 20
IþróHir og leikir SAMKVÆMISLEIKIR FYRIR BORN Á ÖLLUM ALDRI. Umsjón; Júlíus Arnarson POEMÁLI Samkvæmisleikir eru ekki nýjir af nálinni. Áður fyrr, er ísland var bændaþjóðfólag voru þeir leiknir mikið við hin ymsu tækifæri, t.d. á kvöldvökum, í afmælum, í töðugjöldum, og þegar góða gesti bar að garði. Því miður liefur þessi starfsemi lagzt svo til alveg niður síðustu árin, vegna fjölmiðla og mik- illar vinnu, sem hefur tekið æ meira af frístund- um fólks. Grátlegt er að horfa upp á fjölmenn barnasamkvæmi leysast upp í áflogum, þegar liægt er að hafa ofan af fyrir þeim í skemmtilegum og skipulögðum leikjum. Nú er rétti tíminn til að endurvekja þessa gömlu og góðu leiki og kenna börnum og ungling- um að leika sér í nútíma samkvæmum, útilegum, íþrótta- og ungmennabúðum og á félaga- og skóla- skemmtunum. Og til að fylgja þessum orðum eftir koma liér nokkrir einfaldir og skommtilegir leikir, sem þó eru þroskandi. Það er sameiginlegt þessum leikj- um, að það þarf engin áhöld við þá og þá er hægt að leika úti jafnt sem inni. 1. LEIKUR. Að benda á tunglið. Stjórnandi fær 2—3 til að taka þátt í leiknum. Bundið er fyrir augu á 1. þátt- takanda og hann látinn ganga með beinan handlegg og beinan fingur að ákveðnum bletti eða punkti á næsta vegg. Því næst gengur stjórnandi eða aðstoðarmaður fram fyrir þátttakanda og bítur í fingur hans eða þá að fingri hans er stungið í appelsínu eða sítrónu. Þetta er svo endur- tekið við aðra þátttakendur. Til þess að þátttakendur grmii síður hvað sé í aðsigi er ágætt að lofa þeim að reyna sig við blettinn án þess að hafa bundið fyrir augun. 2. LEIKUR. Að biðja Allah Stjórnandi krýpur á teppi og fellur fram fyrir sig og fórnar höndum á víxl, eins og sannur Múhameðstrúarmaður ger- ir, þegar hann biður bænir. Um leið er farið með eftirfarandi þulu: „Allali, Allah gefðu mér úlfalda“. Þegar hann liefur endurtekið þetta nokkrum sinnum, og eng- inn úlfaldi lætur sjá sig, þá fær hann lán- aða tvo aðstoðarmenn úr liópi áhorfenda til að biðja með sér. Þegar þeir hafa svo endurtekið bænina nokkrum sinnum og hvorki gengur né rekur með iilfaldann, þá stendur stjórnandi upp dapur í bragði og segir: „Allah, Allah, þrátt fyrir að þú hef- ur ekki bænheyrt mig, þá þakka ég þér kærlega fyrir þessa tvo asna, sem þú hefur eftirlátið mér, og bendir á aðstoðarmenn- ina. 20 VORIÖ

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.