Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.01.1914, Side 7

Bjarmi - 01.01.1914, Side 7
B J A R M I 5 þess eðlis, að það er ofvaxið mann- legum skilningi, og er því öldungis árangurslaust í sjálfu sér að þrátta um það; á það ekki sízt heima um leyndardóma trúarinnar. Frá mínu sjónarmiði, og sjálfsagt margra ann- ara, bæði presta og leikmanna, er það og miður viðkvæmilegt að draga heilög málefni inn í blaðadeilur og gera þau að opinberum þrætumálum. Ekki er reyndar synjandi fyrir það, að stundum geti leitt nokkuð golt af þesskonar ritdeilum, einkum það, að það minni menn á að hugsa ineira um kristindómsmálefni en ella mundi verða. Á »reformationar«-tímum eru slíkar deilur og óumflýjanlegar, og bljóta þá að eiga nokkurn rétt á sér, en slíkt kemur ekki til greina hvers- dagslega. Að jafnaði mun kristin- dómurinn varla vinna við það i áliti manna, ef forverðir hans standa í deilum hver við annan út af trúar- málum, enda þykir stundum sú raun á verða. Eg sé því ekki betur en að prestar yfirleitt geri aiveg rétt í því að taka sem minstan þátt í þess- konar deilum, og sæmilegast hygg eg að oss sé að sýna hér sem annar- slaðar hógværð og umburðarlyndi, og eiga eklú í þeim þrætum, sem vér getum verið lausir við, og ekki er líklegt að kristinni trú verði veru- legt lið að. Þó að eg í þetta sinn hafi svarað ádeilugrein — um að eins ytri hlið kristilegs málefnis —, þá hefi eg ekki lagl það í vana minn að taka þátt í þesskonar deilum, og mun varla leggja það i vana minn héðan af. Man eg eftir hinum postullegu orðum (2. Tím. 2, 23. 24.): »Hafna þú heimskulegum og óskynsamlegum þrætum, vitandi að þær leiða af sér ófrið; en þjónn Drottins á ekki að eiga í ófriði.« Valdimar Briem. Rélt er þess getið hjá liinum hált- virta greinarhöfundi, að oss er fjarri skapi að væna liann um hokkra tvö- feldni í kristindómsmálum. — Um »þögn« prestanna erum vér lionum samt ekki sammáia, teljum t. d. ekki þörf víðtækrar guðfræðisþekkingar til að iýsa því, hvort maður trúir af- dráttarlaust frásögnum guðspjallanna um Jesúm Krist eða ekki. En að öðru leyti erum vér þakklátir fyrir að liann hefir tekið til máls og von- um að fleiri góðkunnir prestar fari nú að rjúfa þögnina. „Fyrirgef oss vorar skuldir". (Saga frá Noregi). (Niðurl.) ----- Undir morguninn kom Árni heim aftur og hafði farið hina mestu svaðil- för; bátnum hafði hvolft í vindhviðu og svo hafði hann fremur flotið en synt á ár að landi, og var allur sjóvotur frá hvirfli til ilja. En þegar hann kemur heim, er Ólafur læknir þar fyrir og spyr Árni þá, hví hann sé þar kominn. „Frænka þín er fárveik", mælti læknir, „en hafðu nú í snatri fataskifti og komdu inn til hennar, því að hún er með óráði, og er alt af að kalla á þig“. Árni færðist undan. „Eg get það ekki, eg get það ekki“, sagði hann og stundi við. „Engin undanfærsla", mæltilæknir, „líf hennar er í veði, ef þú kemur ekki, eða — eg er þá farinn, og læt þig á- byrgjast alt saman“. Árni lét þá undan. Þegar þeir komu inn i herbergið, þá mælti læknir: „Nú megið þér vera róleg, Valborg, Árni er kominn í leitirnar og er heill á hófl“. „Það er ekki satt“, svaraði hún, „hann er horflnn—hann er þarna úti“. „Nei, eg er hérna, Valborg frænka",

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.