Bjarmi - 01.01.1914, Qupperneq 12
10
BJARMI
guðsríki, þá óskaði eg oft: Guð gefi
að bræður mínir fengju að sjá eitt-
hvað svipað þessu, því að þá mundi
vakna ný slarfslöngun og nýtt líf
fæðast víðsvegar á Iandi voru.
Hvenær kemur sú tíð, er trúaðir
menn og konur safnast saman hér á
landi, halda fund á fögrum stað
nokkra daga til sameiginlegrar styrk-
ingar og trúarhvatningar? Hvenær
rennur sú stund upp, er leiðtogar
þjóðar vorrar stjórna slíkum fundum?
(Frh.)
Auður og fégirnd.
Auðurinn er valtastur vina liér á
jörðu óg smæsta gjöfin, sem Guð
getur gefið nokkrum manni. Hvað
er hann í samanburði við orð Guðs?
Og hvað er hann, meira að segia, í
samanburði *við líkamlegar gjafir, svo
sem fegurð og heilbrigði, og hvað er
hann á móti andlegum gjöfum, svo
sem góðri greind og speki. En þrátt
fyrir það sækjast menn svo ákaflega
eftir auðnum og láta sér ekkert stril
né hættu í augum vaxa til þess að
ná í hann. Þeir hugsa ekki um ann-
að dag og nótt en að safna sér svo
miklu af gulli og gróða sem framast
er unt og geta aldrei verið í rónni.
Þess vegna er það, að Guð gefur
auðinn venjulega þeim heimskingium,
sem hann ann engra annara gæða.
* *
*
Auðurinn hefir tvo eiginleika. Ann-
ar er sá, að hann gerir oss andvara-
lausa, þegar vel gengur, svo að vér
lifum án guðsótla. Hinn er sá, að á
reynslunnar degi, þegar oss gengur
illa, þá kemur hann oss til að
freista Guðs, forðast hann og leila
athvarfs hjá öðrum guðum.
* A
Fégirndin er viðurstygð Drotni vor-
um; enginn löstur er fagnaðarerindinu
til meiri fyrirstöðu og bakar kristn-
um mönnum meira tjón. Þó sjáum
vér, að allur heimur er saurgaður af
þessum lesti. Menn hugsa ekki um
annað nótt og dag en að afla sér
matar, drykkja og fata. En það, sem
einkum magnar þann löst, er það,
að enginn vill láta sér nægja það,
sem Guð úthlutar honum; allir vilja
vera meiri og hafa meira; ef Guð
hefir gefið einhverjum fallegt hús, þá
vill hann eignast höll; sá, sem á
höll, vildi helzt eignast heila borg
o. s. frv.
Lúther.
Barnabæn.
Lýs þú mér á lífsins vegi,
lausnari minn, á nótt og degi;
gefa vil eg þér, góði herra,
gjörvallir fyr en kraftar þverra,
æsku mína og alt mitt líf,
svo undir gangi eg þinni hlíf.
Auk mér krafta, auk mér trú,
einn það, minn Jesú, getur þú;
alt mitt líf sé í umsjón þinni,
alt fram að dauðastundu minni;
leiddu mig þá í lífsins borg,
leystu mig þá frá allri sorg.
* ■*
¥
Styrk mína hönd, svo liún megi vinna,
þér, herra kær, til lofs og dýrðar hér;
lát hjartað æ til ástar þinnar finna,
af insla grunni lofgjörð flytja þér.
Höfuð mitt lát þú hugsa alt hið bezta,
er, herra, þér til dýrðar verða má;
lunga mín þér trygð æ sýni mesta
og tali illu jafnan sneiði hjá.