Bjarmi - 01.01.1914, Side 13
BJARMI
11
Eijrað mitt, Jesú, ætíð gott lát heyra,
og aldrei lygi og baktal hlusta á;
augað mitt — já, ætíð fleira og fleira
af ástarverkum þínum láltu sjá.
Stýr mínum fœii fram á réttum vegi
og fjarlægjast mig aldrei láttu þér,
og loks að entum æíi minnar degi
eilífa dýrðarvist þá gefðu mér.
(J. B.l
Gegnum krossinn,
(•Eftir Tliéodore Monod).
Eg hefl stundum óskað mór þess, að
eg ætti mér sérstakt bænarherbergi, og
að á því væri að eins einn gluggi, og
sá gluggi væri í múrnum í Jcrosslíki.
Þessi krossgluggi ætti svo að minna
mig syndugan á fyrirgefningu, áhyggju-
fullan á Ijós og fulltingi, breyzkan á
sigur, sorgmæddan á huggun, glaðan á
þakklátsemi og angistarfullan á eilífa
von.
En þegar „dregur upp skýflóka og
dimmir í geimi", og óveðrið er í að-
sigi, þá ætti sortinn, sem eg þá sé í
gegn um krossinn, að minna mig á
annað myrkur, sem var svo miklu
svartara, myrkrið, sem frelsari vor varð
að reyna á krossinum.
Alt, sem þá bæri fyrir augu mér,
ætti þá að birtast mér í krosslíki :
rósfagur morgunroðinn, geislaglóð há-
degissólarinnar, puipurablæja sígandi
sólar, tunglsljósið skæra og skin blík-
andi stjarna, og boða mér auðlegð
skaparans og náð frelsarans. Ekkert i
heiminum fyrir utan mig, ekkert af
hinum sýnilegu hlutum, gæti þá borið
mér fyrir augu, nema — gegn um
krossinn.
Bræður minir! Eg þarf ekki að fá
mér neinn húsameistara, til þess að
koma upp og eignast svona lagað bænar-
herbergi. Hver og einn getur átt það
í hjarta sínu, og leitað sér þar athvarfs.
í hvert skifti sem vór krjúpum fyrir
frelsara vorum, og einkanlega þegar vér
stöndum upp frá bæninni, þá skulum
vér biðja þess, að alt, sem hann lætur
falla í hlut vorn, birtist oss í gegn um
krorsinn, hvort sem það er gleði eða
sorg, starf eða þjáning, andlegt eða
iikamlegt.
Með þessu móti mun alt, sem Guð
úthlutar oss, tímanlegt sem eilíft, verða
oss til blessunar, og þá gengur það alt
gegn um krossinn. Og hins vegar mun
þá alt, sem frá vorri hálfu kemur, verða
til blessunar, og Guði föður vorum og
drotni Jesú Kristi til dýrðar.
Kyrkjusöngur Mótmælenda.
Lúther er með réttu talinn frum-
kvöðull hins lútherska kyrkjusöngs.
Eins og kunnugt er, þá var sönglistin
yndi hans og eftirlæti, og enginn skildi
betur en* hann, hversu mikilsvarðandi
það væri, að reglubundinn safnaðar-
söngur yrði einn þáttur hverrar guðs-
þjónustu í kyrkjunum.
En samt sem áður er það misskiln-
ingur, að Lúther hafi vísað kórsöngn-
um latneska algerlega á bug. Þvert á
móti. Hann elskaði hann og virti, og
lét hann halda sér í messugjöiðinni,
eins og framast varð við komið. En
handa söfnuðinum bjó hann út. ný
sálmalög; voru það sumpart gömul
latnesk kyrkjulög, en sumpart þjóðlög.
Mörg af þeim lögum hafa lengi verið
eignuð Lúther sjálfum; en nú telja
menn fengna fulla vissu fyrir því, að
hann hafi einungis valið þau og breytt
eða látið breyta þeim eftir því, sem
honum þótti bezt við eiga. Þeir Jó-
hann Walter og Ludvig Seufle voru