Bjarmi - 01.01.1914, Blaðsíða 16
14
B JARMI
kr. handa fátækum, og Kristilegt fólag
ungra kvenna safnaði fötum handa fá-
tækum börnum og útbýtti þeim á 49
heimilum.
Enn fremur er framkvæmdarnefnd
Umdæmisstúkunnar nr. 1, að safna gjöf-
um, til að geta komið á matgjöfum ti)
fátæklinga í janúar og febrúar líkt og
tíðkast víða í erlendum borgum og nefnt
er þar „Samverjastarflð". í aðalum-
sjónarnefnd þess eru: Sigurbjörn Á.
Gíslason (u. æ. t.) formaður, Páll Jóns-
son verslunarmaður (u. g. k.) bókari og
Flosi Sigurðsson trósmiður (u. g.)gjaldkeri.
Nokkrar gjafir eru þegar komnar,
þótt mikið vanti enn þá.------Margir
gleðjast yflr öllu þessu og þykir það
bera vott um vaxandi mannkærleika,—
en aðrir kvíða því, að góðgerðasemin
verði til að auka leti og draga hingað
fleiri fátæklinga, og er þó ótrúlegt að
nokkur ímyndi sér, að örvasa gamal-
menni eða bláfátæk fjölskylda bjargist
lengi við 3 til 5 kr. jólagjöf, þótt við
bættist ein máltið á dag í fáeinar vikur.
Þeir hafa ekki frá miklu að hverfa,
sem láta það koma sér til að flytjast
til Reykjavíkur! — Yel má vera, að
einhverjum hefði þótt það öruggara ráð
gegn sulti og kulda, að bera út börn
fátækra og gamalmenni eins og stund-
um var gripið til í heiðnum sið. — —
En enginn hefir þó stungið upp á því.
Ei'lendis.
Drottningin á Hollandi var nýlega
í París og sýndi það þá og þar, að hún
heflr einurð til að játa opinberJega trú
sína á Jesúm Krist.
Hún á ætt sína að rekja til hins
fræga Coligny, sem myrtur var í „blóð-
baðinu" í París árið 1572, og hún
lagði nú blómsveig á standmynd hans
í París. Yið þetta tækifæri ávarpaði
drotningin þá, sem viðstaddir voru, og
sagði meðal annars:
„Ó, hve það er fögur hugsun, að vór
vitum oss öll eitt í lifandi trú á Jesúm
Krist. Þessi trú gefur oss rétt til að
kalla oss andleg börn forfeðra vorra,
þeirra er vér berum djúpa lotningu fyrir;
og þessi trú myndar sterkt band, sem
tengir mig við bræður mína og systur
mínar í þessu landi.
Vér, sem nú erum stödd hér við
standmynd þessa, skulum lyfta hjörtum
vorum til Guðs, og leita dýrðar hans.
Eg óska þess af öllu hjarta mínu, að
eflist og styrkist trú allra þeirra, sem
trúa á Jesúm Krist sem frelsara sinn,
og að kapp vort og áhugi í því að
vitna um frelsarann vaxi æ meir og
meir“. (Eftir „Krist. Ukebl.“.)
Trúboð Norftmanna á Madagaskar,
eyjunni stóru fyrir austan Afríku, hefir
nú varað í 47 ár. Á þessu tímabili
hafa alls verið þar 94 trúboðar frá
Noregi, og 35 eru þar nú starfandi, en
24 eru dánir. 31 hafa hæt.t starflnu,
vegna heilsuleysis flestir þeirra, eða fyrir
elli sakir; 4 hafa hætt af öðrum á-
stæðum.
Yflr 30 af trúboðunum hafa sakir
hinnar tíðu og stöðugu „hitasóttar" þar,
eigi enst til að starfa þar lengur en frá
1—10 ár; fyrstu árin, meðan menn eru
að venjast loftslaginu, er hitasóttin
hættulegust.
Það sýnir dásamlegan, kristilegan á-
huga, hve þrautseigir Norðmenn eru,
og hve mikið þeir leggja í sölurnar af
lífl og íó, til þess að breiða út kristin-
dóminn í landi, þar sem svona er skað-
samleg vist fyrir heilsu og líf Norðar-
landabúa.
Yíðar er strjálbygt en á íslandi.
Dietrickson byskup í Tromsö í Noregi
kveðst hafa „vísiterað" 24 preslakölJ í
byskupsdæmi sínu árið 1912, og auk
þess vígt nokkrar kirkjur og heimsókt
nokkrar útróðrastöðvar, til að halda