Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1921, Síða 5

Bjarmi - 01.07.1921, Síða 5
BJARMI 125 og sjálfsagt mörgum öðrum eldri og yngri hefði verið kent kverið illa í lieimahúsum; kensla í öðrum náms- greinum eða annara bóka hefði víst ekki orðið betri hjá sama fólki. — Ónýtur kennari væri engin sönnun gegn neinni kenslubók; góður kenn- ari bætir upp Jjelega námsbók, en ónýtur kennari ónýtir góða bók. Að lokum fól fundurinn i einu hljóði sra Bjarna Jónssyni að mæta sem fulltrúi prestastjettarinnar í fræðslumálum i milliþinganefndinni. Eftir biblíufjelagsfundinn var svo prestastefnunni enn haldið áfram kl. 4 síðd. Skýrði biskup þá frá, að hann hefði falið sra Friðrik Friðriks- syni að mæta sem fuiltrúi kirkju vorrar við hátíðahöld á 100 ára afmæli danska kristniboðsfjelagsins, — en á hinn bóginn liefði ekki verið hægt að sinna tveim öðrum tilboðum um að senda fulltrúa hjeðan, öðru frá Danmörku í maí, hinu frá Fránd- heimsbiskupi. Þá las biskup upp langt frumvarp um embættislega afstöðu presta; var þar safnað saman ýmsu úr eldri lögum, en jafnframt nokkur slór- vægileg nýmæli, meðal annars þau, að íslenskir guðfræðingar frá ýmsum lúterskum háskólum og preslaskól- um, og enda mentaðir leikmenn gætu orðið prestar hjer á landi, þegar söfnuðir bæðu um þá og biskup gæfi þeim meðmæli. Enginn tími var að ræða þessi nýmæli, en biskup kvaðst mundi senda þau prestafundinum við Þjórsárbrú til umsagnar. Fundi var slitið með bæn og söng (Sálm. 198), eins og allir morgun- fundir byrjuðu. Fað er verulegt ánægjuefni, að prestastefnan er alt af að verða bet- ur og betur sótt, og veldur þvi sjálf- sagt íleira en þessi ferðastyrkur, sem prestar langt að fá nú orðið. — Þingmönnum mundi þykja hann lítill. En enginn vafi er á því, að flestir prestar óska eftir íleiri umræðumál- um, en voru í þetta sinn, og mundi vera ljúft að dvelja fleiri daga en verið hetir við þau. Skórinn kreppir að á ýmsa vegu, og prestarnir þurfa að fá gott næði til að kynnast, læra hvorir af öðrum og ræða þau mál, sem nú eru á dagskrá i söfnuðunum. Fróðlegir fyrirlestrar eru góðir, en hitt er ekki síður nauðsynlegt, eink- um þar sem sá óvani er drotnandi, að ílestallir prestar snejrði alveg hjá, að ræða um trúmál í hlöðunum, og eru því harla ókunnugir flestum þeim sem fjarri búa. Iíveðjuskeyli sendi prestastefnan til ársfundar kirkjufjelagsins íslenska vestan hafs, og kom kveðja þaðan eftir stefnuna. Frá Englandi. P, 1. Suri-ey 3, júni 1921. Kæri vinur! Fú baðst mig um að segja lesend- um »Bjarma« frá Englandsferð minni. Jeg heti eiginlega frá mörgu að segja, en skal samt reyna að vera stuttorð. 1. Diakonissur. — Kvenprestar. Fyrsta hálfa mánuðinn, sem jeg var í Lundúnum, bjó jeg á diakonissu- stofnun í Highbury. Jeg sá ýmislegt af líknarstarfi þess- ara mætu kvenna. Á meðan jeg dvaldi þar, fór fram díakonissuvigsla, mjer þótti mikið fróðlegt að sjá þessa athöfn, því vigsla diakonissanna ensku, er einskonar prestsvígsla, það er hún alls ekki í Danmörku. Pað liggur líka í orðinu. Vígsla ensku diakónissanna er köll- uð »Ordination«, en vígsla hinna

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.