Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1921, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.10.1921, Blaðsíða 4
172 BJARMÍ í syeitum og kaupstöðum, þótt enginn lögbundinn fjelagsskapur standi að þeim sumstaðar, — og prestur komi þar ekki nema endrum og eins. Kirkjuferðum og. húslestrum er ekki lakar sint fyrir því, — og sumstaðar, eins og 1. d. í Færeyjum, er lesið i húslestrabók í kirkjunum á hverjum sunnudegi þegar prestur messar annar- staðar, og eru þeir lestrar furðuvel sóttir. — Þegar húslestrar leggjast niður er það alment talinn vottur um trúar- hnignun. »En fólkið »sem les«, var ekki vitund betra en nútíðar fólkið, sem ekki les húslestra«, segja menn. Erfitt er um það að dæma með vissu, og enginn getur fullyrt hvort heimilis- bragur og siðferði alment hefði ekki verið enn lakari en það var, ef engir hefðu verið húslestrarnir. Fótt hitt sje satt, að húslestrar, þar sem enginn bætir neinu við frá sjálfum sjer, geta hæglega orðið áhrifalítill vani, og hafa verið það oít, úr því að þeir hafa svo víða horfið umtalslaust á fám árum. Auk þess dylst oss ekki að megnið af »guðsorðabókum«l) vorum eru ærið ófullkomið. Að vísu er þar víða margt gott um siðferði, forsjónartrú og þunglyndisstunur trúrækinna, leit- andi manna. — En um afturhvarf og endurfæðingu tala þær venjulega mjög ógreinilega, ef ekki rangt, og því verður helgunar og siðferðiskenn- ingin hjá þeim á sandi, og vitnis- burðurinn um trúarþrek og sigurgleði sannkristinna manna mjög óljós eða hverfandi, og áhrifin því svo sorglega lítil. þær eiga í þessum efnum sam- merkt við ræður fjölmarga presta vorra fyr og síðar, því miður. Barna- 1) Vitnskuld er það mjög varasnmt að ltalla allar eða allflestar trúmálabækur »guðsorðabækur«, eiris óg títt er á voru Inndi. Pær eru því miður all- margar mjög ljarrl því að eiga það nafn skilið. Ritningin ein er »guðsorð«. lærdómskver Helga lektors Hálfdánar- sonar og bækur hans yfirleitt eru samt alveg undanskildar í þessu tilliti, þar er greinilega og rjett sagt til vegar, og ekki staðnæmst í miðri leið. En hvernig hafa menn farið með það kver? Sumpart barið börnin til að læra það eins og þulu, og sumpart spilt áhrifum þess með andlausum »útskýringum«,»svo að þótt t. d. þorri nútíðar fólks vors »hafi lært« 9. kafl- ann í því kveri, þá heldur það samt að »ný trúarvilla« sje á ferðinni; þegar það heyrir sama boðskap fluttan i kirkju eða á kristilegum samkomum — Og nú hamast sumir kennarar og klerkar gegn pví, af því að þeir óttast, að væri það vel notað, þá yrði það stuðningur fýrir kristilega trúarvakn- ingu, sem kynni að feykja efasemda moldviðri þeirra út í hafsauga. Annars er munurinn svo mikill yfirleitt, er vjer berum saman góðar erlendar húslestrabækur við bækur vorar, að vjer vitum varla hvort æski- legt væri að húslestrar í poslillum vorum verði almennir að nýu fyr en vjer eignumst betri bsekur, — minsta kosti þarf að fylgja þeim bæn frá lesendanum. Hugvekjubókin »Góðar stundir« er góð og greinileg, og dæmi til, að hún h'efir vakið og styrkt, en þar eru ekki nema 120 hugvekjur. Ýtnsir ein- stakir lestrar í hinum bókunum eru góðir það sem þeir ná. En svo er þar innan um aðrir harla ógreinilegir, og eru yngstu lestrarbækurnar þeirra Ásmundar og Haraldar þar jafnvel lakari en þær eldri. Vidalínspostilla var góð á sinni tíð, en orðalag hennar er víða svo fjarri voru máli að lílt hugsandi er að hún verði húslestrar- bók að nýju nema hjá örfáum und- antekningum. Samt mundi aðgætið trúrækið fólk geta lesið hana sjer til gagns, væri hún endurprentuð.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.