Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1921, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.10.1921, Blaðsíða 14
182 B J’A ft’M I frá því lesa í biblíunni, og kendi okkur ^efinlega að byrja lesturinn með bænarorðum til Guðs um skiln- ing og þroska í Guðs orði. Jeg held að jeg hafi ekki verið orðinn 12 ára þegar jeg keypti sjálfur biblíuna, og hefir hún verið mjer un- aðsríkt vegabrjef á lífsleiðinni. Færir hún mjer altaf nýja hugsvölun hverja stund og hvern dag, sem jeg les í henni. — Mitt starf hjá fósturforeldr- um mínum var fjárgæsla bæði vetur og sumar; fylgdi jeg jafnan fjenu þegar það var í högunum, fór jeg aldrei bókarlaus þegar jeg mögulega gat komið því við, og var það jafnan blessuð biblían mín og sálmabókin og bænakver, því að það var mín mesta unun að lesa Guðs heilaga orð. Það var ætíð siður hjá fóstra mín- um að lesa liúslestur daglega frá veturnóttum til hvítasunnu. En á sumrin að eins á sunnudögum, og eftir fermingu var það mitt verk að lesa altaf húslesturinn, en alt fólkið söng sálmana. Mikil Guðs gjöf er að eiga góðan föður og móður, minsta kosti get jeg borið um það, því að næst Guði má jeg þakka fósturfor- eldrum minum þá unun og blessun Drottins, er mjer heíir hlotnast við Guðs orða Iestur. Og því kann jeg ekkert betra ráð öllum foreldrum, sem ant er um börnin sín, en að biðja, biðja Guð með þeim og fyrir þeim við hvert nýtt starf, hvert nýtt fötmál þeirra. Bænin er lykill að biblíunni, og afar- mikils vert að börnin læri að tala Við Guð um það sem þau Iesa í bók- inni hans. Traustið og lotningin þarf að verða þeim eðlilegur vani áður en efasemdir og freistingar verða á vegi þeirra. Drottinn sleppir ekki hönd sinni af þeim, sem honum verða handgengnir í æsku. — Fótt sumir þeirra villist seinna um stund, verða endurminningarnar þeim leið- arvísir út úr þokunni, hjálp þeirra til að snúa við og leita heim. Tvöföld ástæða er til að gæta þess vel á vorum dögum þegar vantrú og hjátrú villa fólkið umvörpum. Mjer er óskiljanlegt að nokkrir trúræknir foreldrar skuli vanrækja þetta. Það stoðar lítið þóll unglingum sje gefin biblia, ef þeir hafa aldrei vanist við að lesa í henni, nje sjeð aðra gera það. En hitt vekur og undrun mina að vantrúað fólk skuli láta skíra börn sín, kenna þeim kristin fræði og ferma þau. Því þora þeir ekki að vera samkvæmir sjálfum sjer? Fví láta þeir kenna börnum sínum það, sem þeir telja hindurvitni og afneita í lífi sínu? Skyldi það ekki vera þög- ull en þó talandi vottur þess að van- trúin hafi ekki gjört þá farsæla nje ánægða, og þeir óski hálfvegis að börnin sín fari hollari leiðir? Ó hvað það er sorglegt að hugsa um alt það trúarringl, sem nú á sjer stað á fcsturjörð vorri, vantrú og hindurvitni verður þar of mörgum að gæfutjóni. — Von min og traust er að Drottinn blessi svo starf ykkar, sem vinnið í hans nafni á fóstur- jörðunni, að villan dvíni brált. Öll þessi andatrú og nýguðfræði eða guð- speki fellur um koll eítir nokkurn tíma, þótt geyst fari nú. Fólkið hlýt- ur að reyna að þær kenningar ílytja engan sálarfrið, engaú siðferðisþrólt, ekkert hugrekki í dauða, og þeir, sem í raun og veru elska sannleikann, hljóta að snúa við og leita aftur að krossi frelsarans. Guð gefi að það verði sem fyrst áður en alt of margir farast í spill- ingar- og vantrúar-nepjunni. Helgi Ásbjörnsson. (Mtkley, Manitoba).

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.