Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1921, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.10.1921, Blaðsíða 15
B J A R‘ M I 183 Leiðbeining. Pú, sem fetar fram hjá þeim sem grætur og fyrirlítur tár hins vesla manns, settu þig snöggvast frelsarans viö fætur og faröu að læra kærleiksboðorð hans. Nem þú orð af ljósinu lieimsins ijósa er logavöndum lirekur myrkin svört: Gjörðu það öðrum er þú vildir kjósa að þjer sjálfum jafnan væri gjört. Giiðlaiignr Guðnumdsson frá Stað. Fátækt. Pungt er að verða þiggja, þurfa manna brauð, opt gjörir hug minn hryggja, hvað jeg er aum og snauð. En innan skamms enda tekur æfin mín þyrnum stráð, þá hörmunga blær mig lirekur, mjer hjálpar Drottins náð. Pjer vrl jeg trúa og treysta, trúfasti Drottinn minn. Pað skal minn huga hreysta, hjer þó jeg líði um sinn. Stvrk mig við stríðsins enda, storm hægðu dauðakífs, svo fæ jeg senn að lenda í sælu höfn eilífs lífs. G. B. Búndi á Snœfellsnesi skrifar 21. ágúst: I 12. tölublaði Bjarma þ. ár. er grein með fyrirsögninni »Alvarlegt íhugunar- efni«; jeg hefi oft hugsað um að kristi- legra fjelag þyrfti að myndast hjer á landi, þó ekki væri nema til að styrkja að út- gáfu þessa blaðs, það þyrfti að stækka og verða víðlesið, nú þegar húslestrar eru að mestu lagðir niður og kirkju-ferðir strjálar, er fátt orðið sem vekur fólk til umhugsunar um það allra nauðsynlegasta. Jeg lief liugsaö mjer að kristilegt blað sem kæmi oft út gæti komið að nokkru leiti í stað húslestra, sem því miður verða að líkindum ekki teknir upp aftur. Það væri óskandi að Guð gæfi að hægt væri að vekja hjer upp lifandi kristindóm nú sem stendur sýnist trúin vera dauf eða dauð. Svo enda jeg þessar línur með ósk um Guð styrki yður til að vinna að trúmál- unum og útbreiða guðsríki og efla kær- leikann. Heima. Sra Jón Brandssson, Kollafjarðarnesi er skipaður prófastur í Strandasýslu. — Sra. Jónmundur Halldórsson liefir fengið veitingu fyrir Stað í Grunnavík samkvæmt kosningu safnaðarins, hann var þar áður settur. — Sra. Jón Jóhannesson Staðastað sækir um Stað í Steingrímsfirði. — Sra. Porvaldur Jakobsson i Sauðlauksdal er orðinn kennari við Flensborgarskólann. — Sveinn. Ogmundsson skólastjóra í Flensborg, guðfræðiskandídat, tekur prest- vígslu sunnud. 9. þ. m. og verður settur prestur að Kálfholti. Prestssetrið ogkirkjan á Mælifelli brann til kaldra kola aðfaranótt þess 21. sept. Fólk bjargaðist, en fátt annað. Presturinn, Trvggvi Kvaran, misti meðal annars allar bækur slnar, og telur ritstj. Bjarma vel gert að skólabræður hans og góðkunn- ingjar sendu honum góðar bækur, alveg eins og gert var gagnvart sra. Jónmundi Halldórssyni þegar brann hjá honum í fyrra. Sra Fr. Friðriksson kvað veravæntan- legur til íslands með Gullfoss, en sra. Bjarni Jónsson með Botníu. Hafa þeir báðir dvalið í Danmörku í sumar. Iíristján konungur liefir 9. sept. sæmt biskup Jón Helgason dr. theol. komman- dörkrossi I. flokk og sra. Bjarna Jónsson riddarakrossi Dannebrogsorðunnar. Um siðferðismál var haldinn al- mennur borgarafundur í Reykjavík 24. f. m. fyrir forgöngu Bandalags kvenna og að tilhlutun ýmsra fleiri kvenfjelaga. Kom þangað hið mesta fjölmenni svo margir urðu frá að hverfa. Frú Steinunn Bjarna- son var fundarstjóri, ungfrú Inga Lára Lárusdóttir, frú Guðrún Lárusdóttir, pró- fessor Guðm. Hannesson og Maggi Magnús læknir tóku til máls. Voru allir sammála að alvarleg hætta væri á ferð hjer í bæ bæði í siðferðislegu og heilbrigðislegu tilliti,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.