Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1921, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.10.1921, Blaðsíða 9
BJARMI 177 að bíða eftir bónda sínum, sem væri væntanlegur heim von bráðar. Eg settist inn í baðstofu. Hún var þröng og lág til loftsins. Rúm stóðu með hliðum, og lítill gluggi veitti ljósglætu inn í herbergið. Mér leiddist biðin og fór að rölta fram og aftur um gólfið. Ungbarnskjökur vakti eptirtekt mína. Eg varð þess var að barn lá í rúmi undir glugganum. Það grét. Eg gekk að rúminu. Mögur barns hönd teygði sig undan ólireinni ábreiðunni, og stór, hrædd augu mændu á mig, þegar eg leit á barnið. Eg tók utan um litlu höndina, en þá grét það enn hærra en áður. Veslings barnið hræddist migl Konan kom inn í sömu svifum. »Hann er þá tekinn til að orga rétt einu sinni«, sagði hún hálf önug: »Dæmalaus óþægðarangi er þetta«. Hún þreif barnið upp úr rúmfletinu. »Eigið þér þetta barn?« spurði eg á svo góðri íslensku sem eg gat. »Nei, ónei«, svaraði hún. »Eg á ekkert í honum. Það á hann helst enginn, ungann þann arna«. »það er undarlegt«, sagði eg og fór að hlæa. »Undarlegt!« ansaði hún. »Já, það er það reyndar. Krakkinn er útburður«. »Útburður! Hvað er það?« spurði eg. »Vitið þér það ekki? Nú, jæja það er kallað svo þegar barn finst út á viða vangi, þvi hefir verið fleygt þar, eins og hverju öðru hræi. Þessu greyi hefir verið ætlað að deyja, en smali, sem var að gæta að kindum, gekk fram á hann nær dauða en lífi, sjáið þér — burðugur er hann ekki«. Og hun rétti skinhorað barnið að mér, töturlega klætt og angistarlegt á svip- inn. »Hvernig stendur á þessu?« spurði eg forviða. »Ekki öðruvísi en það, að móöur- nefnan hefir ekki hirt um að halda í þ í lífinu. Það veit englnn hver hún er. Jeg segi nú altaf að það sé ekk' á góðu von, eins og lifnaðurinn er orðinn, ekki síst á síldveiðastöðv- unum, og já, þær eru sleipar sumar síldarstelpunar, skal eg segja yður«. Vinarkveðja. 15 ágúst síðastliðin andaðist Anna Guðmundsdóttir, að heimili sinu Suðurgötu 4. hér í bænum, þar sem hún hafði dvalið samfleytt meir en hálfa öld, mun það fátítt á vorum dögum, svo mjög sem menn flytjast úr einum stað í annan. Anna sáluga komst hátt á niræðis- aldur og með sanni má því segja að þar rann fagur ng langur æfidagur að kveldi. Margt mætti um hana segja, því að hún var auðug af ýmiskonar þekkingu, sem löng lifsreynsla, næm eftirtekt og skilningur hafði aflað henni. En það yrði of langt mál hér. En hugur minn reikar til horfinna ánægjustunda á heimili heönar, þar sem ávalt rikti friður og gleði; góð- vild og gestristni héldust þar í hendur, og nutu þess allir jafnt, hvort sem þeir voru eldri eða yngri, auðugir eða fátækir, og gestkvæmt var oft á heimili hennar. Sjálf var hún lifið og sólin í saklausri glaðværð, sem minti á barnsgleðina, enda varðveitti hún sakleysi bernskunar, betur en flestir aðrir fram á hinstu æfistund. Hún hafði óvenjulega næma fegurð- ar tilfinningu, og unni öllu fögru og hreinu, að sama skapi sem hún hafði viðbjóð á öllu því sem var ljótt og auvirðilegt. En væg var hún í dóm- um sínum um aðra, hún horfði á mennina með augum kærleikans, sem

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.