Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1921, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.10.1921, Blaðsíða 3
BJAftMí 111 gengst margoft fyrir stórfeldum sam- skotum til líknarverka. Árgangurinn kostar 3 dollara erlendis. Kaupendur skifta hundruðum þúsunda. Bibllan. — Postillur. iii. í síðasta blaði voru 2 aðkomnar greinar með þessari fyrirsögn. Á. D. fanst að gert hefði verið oflítið úr húslestrunum gömlu í grein eftir B. J, fyrv. ritstj. Bjarma, í blaðinu í vetur sem leið, en Ól. Ól. kristniboði hældi henni, og taldi biblíulestur miklu betri. Báðir hafa nokkuð til síns roáls að vorri byggju. í»að er vafalaust blessun hverju heimili að heimilis- guðsþjónustum. Sumt þroskað trúað fólk kýs helst að lesa þá bibliukafla; lesandinn biður bæn frá eigin brjósti á undan og eftir; og sálmar eru sungnir sje unt að koma því við, sömuleiðis er eðlilegt að töluð sjeu nokkur orð til útskýringar og heim- færslu á eftir biblíulestrinum, þegar margir eru við, eins og í skólum og vinnustofum, sje nokkur viðstaddur fær um það. — En rjett er það, að engin von er til að sá maður sje til á hverju heimili. Á hinn bóginn ætti hver trúrækinn maður eða kona að geta beðið bæn í áheyrn heimilisfólks síns. Slík bæn gerir guðræknisstundina miklu persónulegri og varnar því að lesturinn verði dauður og áhrifalaus vani. Þyí er það fyrsta ráðlegging vor í þessu efni til allra, sem vilja halda uppi húslestrum, og hvaða lestrarbók, sem lesin er: Flyttu bœn á undan og eftir Ef þú ert því óvanur, þá sleppir þú bæninni á undan fyrst í stað, lesturinn hjálpar þjer til að nálgasl Guð og tala við hann. En hvort sem er, þá er holt að hugsa um það á undan, hvað þjer ber að þakka, hversu þú þarft að biðja, og fyrir hverjum þú ættir að biðja. Annara bænir, og þá sjerstaklega bænavers, má einnig mæla fram, og einkar gott er, ef allir viðstaddir vildu taka undir þegar þú biður »Faðir vor« að end- ingu. Reyndu að láta börnin byrja þann sið snemma áður en vantrúar- gaspur spillir trúartrausti þeirra og lotningu. — En auðvitað verður þjer að vera hugfast að bænin er viðtal við Guð, og að Guð lítur á hugsanir hjarta þíns, en hvorki á orðgnótt þína nje fátæklegt orðalag. Hitt er minni vandi, að velja hent- uga kafla til lesturs. Alt nýjatesta- mentið og mikið af gamlatestamentinu er hentugt til þess, en oftast er ráð- legast að byrja á guðspjöllunum, Trúaður maður les oft í biblíunni í einrúmi, ætti að verja til þess fáeinum mínútum á hverjum morgni, og mjög eðlilegt að hann lesi þann sama kafla fyrir heimilisfólk sitt að kveldi, ef það vill sinna því. »En víða er skortur á þroskaðri trú, og því þolir fólkið ekki megna fæðu«, segja menn, og líklega ekki ástæðulaust. Auk þess er það alkunn- ugt að góðar lestrarbækur, bæði stuttar hugvekjur og helgidagalestrar, eru langmest keyptar og lesnar bæði hátt og í hljóði þar sem er vakandi trúarlíf. — Á ferðum mínum meðal áhugasamra trúmanna á Norðurlönd- um hefi jeg fremur sjaldan orðið þess var að biblían væri ein notuð til húslestra nema i fjölmenni eins og í skólum og kristilegum gistihúsum. En fólkið las hana samt miklu meira en siður er hjerlendis, einkum í hljóði á morgnana og við samtalsfundi, sem mjög víða eru haldnir í hverri viku árið um kring og allvel sóttir bæði

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.