Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1921, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.10.1921, Blaðsíða 6
174 BJARMI Reykjavík ætlaöi að láta alveg hætta allri kverkenslu í barnaskóla höfuð- staðarins i vetur, og munaði litlu að það tækist. Ýmsum foreldrum og fjöl- mörgum börnum líkar vel »að námið ljettist«. Sennilega mætti raunar fá allmörg börn til að afsegja t. d. að læra að reikna, ef þau heyrðu sí og æ árásir á reikningsbækurnar, — svo að álit barna sannar ekki sjerlega mikið, því »svo mæla börn sem í bæ er títt«. Enginn hefir samt enn andmælt þvi að biblíusögur væru kendar í barnaskólum, en bvernig á að kenna þær? »Sögulega« segja sumir. — Já, en á þá að kenna þær eins og aðrar sannar sögur mannkynssögunnar og jafn þunglamalega og áhrifalaust eins og þær eru oftast kendar, — eða á að láta lesa biblíusögur svipað og æfintýri Andersens, fallegar frásögur, sem geta vakið ýmsar góðar hugs- anir, »en ósköp óábyggilegar« eins og efasemdamennirnir hugsa? Líklega ætlast flestir til einbverrar heimfærslu í trúarlega og siðferðilega átt, svo þessi kensla verði eitlhvað meira en andlaus yfirheyrsla á þulu- lærdómi, en þá má spyrja: Hvaða trúarstefna á að sitja í fyrirrúmi? Er það únítarastefna, guðspekisstefna, andatrúarstefna, lútersk stefna, ka- þólsk stefna, eða algjört stefnuleysi? Væri þjóð vor trúarlega vakandi, þá væri óþarfi að spyrja um slíkt, en eins og sakir standa, er afarhætt við að kennarar og enda prestar svari þvi í verki harla ólíkt, og láti for- eldrar það afskiftalaust, þá vex glund- roðinn, trúleysið og spillingin, sem jafnan verður samferða. Bjarmi vill stuðla að því eftir föngum að þetta stórmál verði bugs- að og rætt svo að foreldrar sjeu ekki alveg eins óviðbúnir allskonar mis- vindi í skólumálum. Þar sem reglulegt kristindómshatur lætur til sín taka, eins og í sumum verkmannafjelögum út um heim, þar er viðkvæðið: Brott méð alla krisi- indómsfræðslu bæði í skólum og heimahúsum! Þær öfgar liafa ekki látið á sjer bæra bjer á landi, svo óþarft mun að skrifa um þær. Allir eru í orði kveðnu sammála um að börn eigi að læra eitthvað um kristindóm. En um hitt eru skoðanir skiftar eða óákveðnar: Hverjir eiga að kenna það? Hvað á að kenna? Hvernig á að kenna? Að vísu grípa þessar spurningar hver í aðra að sumu leyti, en vegna yfirlits er þó hentugt að íhuga þær hverja út af fyrir sig. II. Hverjir eiga að kenna börnum kristindóm? Pað er fyrst og fremst hlutverk heimilanna. Allflestar björtustu vonir heimilanna eru tengdar við börnin, og allflestum foreldrum í kristnu landi ætti að vera það ljóst að trú- leysi verður börnum þeirra ógæfu- uppspretta. Trúræknir foreldrar kenna því börnum sinum snemma að biðja og segja þeim sögur úr biblíunni. Bænaversin eru góð, en enn minnis- stæðara verður börnunum, ef þau verða þess vör að foreldrar þeirra sjeu sjálfir bænræknir. Svipað er um sögurnar sem mamma segir börnun- um sínum um »Jólabarnið«, þær eru góðar, en meira laðar það börn að biblíunni, ef þau sjá að fullorðna fólkið les í henni. Eftirdæmið er þar sem endranær áhrifarikast, og þvi er fult eins mikilsvert að börnin sjái kristindóm eins og að þau heyri um kristindóm. Þetta þrent: bænrækni, munnlegar biblíusögur og trúrækni í

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.