Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1921, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.10.1921, Blaðsíða 16
m B JAÍTM'I' ef ekkert væri gert til að stemma stigu fyrir lauslæti því, sem mikið hefir borið á hjer í sumar. — Ýmsar stúlkur, ýmist aðkomnar eða reykvískar og sumar peirra kornungar, hafa sýnt alveg ótrúlegt kæru- leysi og blygðunarleysí einkum gagnvart liðsmönnum á danska herskipinu Fyllu; hafa pær farið bæði um borð i herskipið og með útlendingunum út úr bænum jafnt á nótt sem degi. Ljettúðin hlær að synd og svívirðingu í dag — en seinna koma aðrir dagar pegar veslingarnir súpa beiskar dreggjar hirðuleysis síns með munaðarlaus börn, ólæknandi sjúkdóma og brennimerki smánarinnar. Auk pess eru heimili peirra í hættu, pví búast má við að pessir aumingjar breiði út frá sjer næm viðbjóðsleg veikindi. »De Ulykkeligste« eftir Ólafíu Jó- hannesdóttur er nýkomin út í annað sinn. Fyrsta prentun peirrar bókar rann út og vakti mikla eftirtekt um Norðurlönd; hingað til lands komust fáein eintök og fengu færri en vildu. Nú eru hingað kom- in nokkur hundruð af seinni útgáfunni, og er hún fjórum sögum lengri en hin var. Má búast við að pau seljist öll í haust, pví að bæði er bókin prýðiiega skrifuö og segir frá átakanlegum dæm- um ljettúðar og spillingar, og pótt pau sjeu frá höfuðborg Noregs eiga pau pví miður mikið erindi til pjóðar vorrar á pessari ljettúðar öld. Bókin er á norsku, kostar óbundin 4 kr. en í góðu bandi 6 kr. Aðalútsöluna hjer á landi annast höf- undurinn. Ljósberinn. Smárit barnanna, heitir barnablað, sem Jón Helgason prentari, ritstjóri Heimilisblaðsins, er nýfarinn að gefa út, og hefir komið út i liverri viku síðan 6. ágúst. Hvert blað er 8 blaðs. i sama broti og bókin »í fótspor hans« og er selt á 25 aura. Er ánægjulegt að um 700—800 hafa selst af hverju blaöi hjer í bænum og nágrenninu, pví að blaöið flytur ekkert annað en kristindóm, sögur, hugleiðingar og vers, væri óskandi að blaðið kæmist sem víðast og Iifði Iengi. Kristniboðsfjelagið, sem stofnað var í Reykjavík í vetur sem leið og telur nálægt 30 meðlimi, hefir fengiö pessar tekjur samkvæmt skýrslu gjaldkerans N. Fjeldbergs, sápugjörðarmanns: Á fje- lagsfundum annan hvoru mánudag: 280 kr., á almennum krístniboðsfundi 18. maí: 270 kr., útisamkomu i Kópavogi 24 júli: 232 kr., minningarsamkomu nm Jón Dalbú 8. ág: 260 kr., gjafir afhentar af ritstjóra pessa blaðs: N. N. 30 kr., N. N. 35 kr., P. S. 5 kr., N. 5 kr., 3 kr. 5 kr. A. A. Laugarn. 5 kr., úr Árnessýslu 20 kr. — og N. N. 100 kr. Gjaldkerinn pakkar hjartanl. pessar góðu undirtektir og biður prestana að segja söfnuðunum frá eymd heiðninnar, og veita viötöku pví sem fólk kynni að vilja gefa til kristniboðs. Ritstjóri Bjarma tekur á móti slíkum gjöfum, ef menn óska, en par eð fjelögin eru tvö, er æskilegt að vita hverju fje laginu vjer eigum að afhenda gjafirnar Eldra fjelagið heitir Trúboðsfjelag kvenna, og heflr styrkt kristniboð á Indlandi, eru i pví konur einar, forstöðukonan er frú Anna Thoroddsen, gjaldkeri frú Ingileif Sigurðsson og ritari frú Guðrún Lárus- dóttir. 1 yngra fjelaginu er karlmenn einir, og i stjórn pess Sigurbjörn Á. Gíslason, N. Fjeldberg og Ingvar Árnason. Bæði fjelögin ætla sjer að styðja kristniboð Ólafs Óiafssonar í Kína í samvinnu við norska fjelagið, sem sendir hann. Til H allgrimskirkju 50 kr. áheit frá Gunnari. Erlendís. Ólafur Ólafsson kristniboði fór 15. sept. af stað frá Kyrrahafsströndinni til Kína. Áritun hans er nú: The Norwegian Luth- eran China Mission, Laohowkow, Hupeh, China. Enskur biskup var að tala á sam- komu í skemtigarði, eins og títt er par í landi. Greip pá vantrúarmaður fram í fyrir honum og sagði: »IIaldið pjer að livalurinn haíi gleypt hann Jónas?« »Jeg skal spyrja hann um pað pegar jeg kem í himnaríki«, svaraði biskup. »En ef hann skyldi ekki vera par?« sagði hinn. »Pá getið pjer stálfur spurt hann um pað«, svaraði biskupinn. Útgefandi Signrbjörn Á. Gíslnson, Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.