Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1921, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.10.1921, Blaðsíða 2
17G BJARMI meðan hann var lítt þektur í borg- inni, fór klerkur í verkmannaföt og slóst í lið atvinnuleysingja, er báðu um vinnn. f*að eina, sem bonum bauðsl, var að moka snjó fyrir dollar á dag, og vann hann að því í 2 daga með nokkrum atvinnuleysingjum. Þegar slík vika var úti, flutti hann erindi um hvernig kirkjan gæti best orðið þeim að liði og þeir kirkjunni, sem hann hafði kynst í það skifti. Má nærri geta að þeir fyrirlestrar voru svo vel sóltir, að búðarloftið varð of lítið, enda bættist óðum við þessa 57, sem, voru í söfnuðinum, er hann kom til Topeka. Unga fólkið fjölmenti einkum til að hlusta á hann, og fór liann (1891) að lesa því sögurnar, sem hann var að semja, í staðinn fyrir að flytja síðdegismessu. »Fólkið man betur sögur og hugsar meira um þær en ræður«, sagði hann, »en ein saga á ári er nóg, sje hún góð«. — Haustið og veturinn 1896—97 las hann þannig söguna »In His.Steps« — »í fótspor hans«, sem vakti afarmikla eftirtekt, og gerði hann brátt heimsfrægan. Sagan er til á íslensku, gefin út af ritstj. Bjarma (verð kr. 4,50), svo henni þarf ekki að lýsa. Hún hefir verið þýdd á 15 eða 16 tungumál og yfir 10 miljónir eintaka hafa selst. Engin amerísk bók önnur en »Tómas frændi« hefir náð slíkri útbreiðslu. Eitt dæmi sýnir þá feikna eftirtekt, sem bókin vakti. Einn af söguhetj- unum, Norman ritstjóri, var í hópi þeirra er snjerust, og reyndi hann að gefa út blað sitt »eins og Kristur mundi gera«. — Slíkt er fásinna sögðu sumir. En þá bauð útgefandi stærsta blaðsins í Topeka, »Topeka Daily Capital«, dr. Sheldon að verða ein- valdur ritstjóri blaðs síns vikutíma, og sýna nú sjálfur hvernig honum tækist að gefa út ákveðið kristilegt dagblað. Samdist svo með þeim að útgefandi tæki að sjer alla fjárhags- hættuna, en ágóðanum, ef nokkur yrði, skyldi varið til líknarverka. En blaðið flaug út er Sheldon tók við því, áður hafði upplag þess verið 12 þús. á dag, en áður en vikan var úti, seldust af því 300 þús. daglega og auk þess kom út sjerstök útgáfa af blaðinu bæði í New-York og Chi- cagó og seldust 100 þúsund í hvorri borg. Af ágóðanum var 100 þúsund dolíars varið til að bæta úr hungurs- neyð, er þá var í Indlandi, og auk þess gáfu bændur í Kansas skipsfarm af kojrnvörum, en annað kristilegt blað, »Christian Herald«, leigði skip og sendi kornið til Indlands. Dr. Sheldon hefir skrifað fjölmarg- ar aðrar sögur (yfir 30 orðið vin- sælar, 4 verið snúið á dönsku) og ótal blaðagreinar. Eru sögurnar allar kristilegar og margar aðalpersónurnar í baráttu við drykkjuskap og aðra lesti. Auðvitað hefir svo frægur rithöf- undur og prestur fengið mörg »köll- unarbrjef«. Tvisvar hefir hann (1908 og 1914) farið til Englands í bind- indisþarfir, og í sömu erindum til Nýja-Sjálands (1914); og meðan bann- baráttan var svæsnust í Bandaríkjum, var hann einn í »flugsveitinni«, sem landsstjórinn i Indíana myndaði; voru í þeirri sveit ýmsir frægustu ræðu- menn Bandaríkjanna, jafnan reiðu- búnir að fara þangað, sem andbann- ingar gerðu árásir. Vegna þessara ferðalaga varð dr. Sheldon að taka sjer aðstoðarprest um bríð, en ekki vildi hann annað »brauð« nje stöðu, uns hann nú um síðustu áramót flutt- ist til Ne\v-York og gerðist aðalrit- stjóri að góðkunnu kristilegu viku- blaði »Christian Herald«. Það er orðið 43 ára gamalt, flytur stuttar ræður, sögur, frjettir og myndir og

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.