Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1921, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.10.1921, Blaðsíða 12
180 BJARMI Ut úr þokunni. Faðir hans var dulur og fálátur. Þegar litla, hugsándi drengpeðið leit- aði til hans með vandamál sín, var þetta venjulega viðkvæðið: »Það er aðeins eitt, sem manneskjurnar vita, þetta: að þær vita ekkert«. En þetta svar fullnægði ekki litla, lífsglaða drengnum. Móðirin átti hlýja og glaða barns- lund — og bros hennar ljómaði af elsku. Á meðan hann var lítill, voru svör hennar greið og góð og full- nægjandi, — en nú dugðu þau ekki lengur, — og — hún var líka dáin. Hann átti aldrei að fá að sjá hana framar, eða heyra hreimmilda rödd hennar. Að hún skyldi vera dáiu, — hún, sem ljómaði af lífsfjöri. — Já, — manneskjurnar lirundu niður í farsóttinni, — og vel gat verið að hann yrði næstur. Var annars nokk- uð hinum megin grafarinnar? Hvar var nú móðir hans? Var hún hou- um horfin um eilífð? Ómögulegt! Hjarta hans mótmælti því. Að ver- öldin hefði skapað sig sjálf! Vitleysa! Að sá, er skóp heiminn hefði að eins gert sjer það til dægrastyttingar, — eins og börn, er blása upp sápukúl- ur, er glitra um stund í sólarljósinu og springa! — Bull. — En var ann- ars biblían ábyggileg? Alt þetta, sem stóð þar um að menn ættu að trúa, án þess að skilja! Slikt var óþolandi! Og gat Guð verið kærleikur — þegar hann ljeti suma glatast, — manneskj- ur, er hann hafði sjálfur skapað án þess að þeir hefðu með einu orði beðið um aö verða til? Og hvernig kom það illa inn í heiminn — fyrst alt hið skapaða var harla gott? En ef móðir hans hefði, þrátt fyrir alt, á rjettu að standa? Guð, er skapaði svo fagran heim — hann er kærleikur. Hann skapaði þig til þess, að geta umvafið þig í elsku sinni og veitt þjer hlutdeild í dýrð sinni. — Elska hans er þúsund sinnum sterk- ari en móðurelskan. Ástkæra móðir! Hann mundi það svo nákvæmlega — þegar hún sagði honum frá Móse, — guðsmanninum er leiddi ísraelsþjóð- ina um eyðimörkina. Þegar þeir nálg- uðust fyrirheitna landið, er flaut í mjólk og hunangi — og sem í öll þau 40 ár hafði seilt þá og laðað — þá gekk hann upp á tindinn á Ne- bor, til þess að tala við Guð. — En Guð varð að refsa vini sínum Móse — jafnvel þó að það hrygð.i hans heilaga föðurhjarta vegna þess að Móse hafði einu sinni í vantrú sinni lítilsvirt heilagt nafn hans frammi fyrir öllum lýðnum. 5amt bænheyrði Guð hann — og leyfði honum að líta inn yfir fjarlæga landið — en inn í landið komst hann ekki. — Kveldið, sem ungi maðurinn-stóð á fjallstindinum og horfði vonaraug- um yfir landið, fanst honum að hann vera sjálfur eins og spámaður, með hjarta sjúkt af þrá. Ó! að jeg ætti barnslegu trúna hennar móður minnar! Hún bar það með sjer, að gott er að búa í fyrir- heitna landinu. Skyndilega rauf kveldsólin skýin með björtu geislaflóði. Það var eins og hún segði: Svona er birtan geisl- andi fögur fyrir handan gröfina — og þar var móðir hans! Gat hún sjeð hann? Hann stóð þar lengi og horfði hug- fanginn á hina fögru sýn. Sólarlagið var dásamlegt — og mildur aftan- þeyr sveipaði þokuhulunni af himn- inum, en stjörnur hver annari bjart- ari gægðust fram. Á himninum glitruðu heilar veraldir af sólum og stjörnum.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.